Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í janúar 2007

Geisp

Í morgun vaknaði ég mjög snemma í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi átti hæðin mín að sjá um vikulegt morgunkaffi í dag, og í síðara lagi þarf ég að hitta á yfirmann tölvusviðs til að láta hann skrifa undir umsókn mína um rafrænt auðkenni. Hann hafði sagt líklegt að hann yrði við snemma. Þegar á […]

Loksins, loksins

Eins og þið sjáið kannski hérna til hægri og niður, þá fann ég loksins góða aðferð til að ná í færslur úr nýja Blogger-kerfinu. Um er að ræða smá skriptu sem nær í færslurnar af RSS og setur inn í WordPress gagnagrunninn handvirkt. Ef einhver hefur áhuga, þá má finna þetta hér. Reyndar þurfti ég […]

Matskeiðar

Allt frá því að ég byrjaði að halda heimili (fyrir vel rúmu ári) hef ég ekki átt neinar matskeiðar. Þetta stafar af því að ég fékk upphaflega hnífaparasett sem var eingöngu með litlum skeiðum, en ekki alvöru matskeiðum. Fyrst um sinn leitaði ég við og við að stökum matskeiðum, en fann hvergi neitt annað en […]

Innikisi

Algrímur hefur hingað til ekki sýnt því einn einasta áhuga að fara út. Hann fer reyndar stundum út á svalir í gegnum gluggann ef hann er opinn, og út á stigagang ef dyrnar opnast, en að öðru leyti virðist hann einstaklega heimakær. Hann hefur aldrei farið lengra niður stigaganginn en tvær hæðir. Þetta er ágætt, […]

Hlutabréf

Bangsímon benti mér á skemmtilegan leik. Hann er ansi einfaldur, en áhugaverður. Bara að ég hefði milljón til að leika mér að í alvörunni …

Fríið hans Blair

Þegar ég sá þessa fyrirsögn hugsaði ég með mér: „Frí yfir Norður-Írlandi – var hann þá hringsólandi í flugvél yfir landinu?“ Blair Cuts Short Holiday Over N. Ireland

Spam

Skemmtileg gjöf á nýju ári; í dag voru komnar þrjár spamathugasemdir við færsluna hér á undan. Hingað til hefur verið afskaplega lítið um slíkt á þessu nýja bloggi, en auðvitað hlaut að koma að því að spamafturgöngurnar þefuðu það uppi. Sem betur fer fylgir með WordPress, blogkerfinu sem ég notast við hér, spamvarnarkerfi sem heitir […]