Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í febrúar 2007

Netbanki

Ég var að uppgötva að ég get stofnað reikninga í netbankanum mínum. Þetta er víst ný virkni. Ég nýtti mér þetta til að stofna verðtryggðan sparnaðarreikning með löngum binditíma – er ég ekki skynsamur? Þá er bara að sjá hvernig ég stend mig í að leggja inn. Mér er bara farið að þykja helvíti vænt […]

Þá er það ákveðið

Ég mun kjósa Samfylkinguna í vor. Ég íhugaði á tímabili að kjósa hin Vinstri grænu, þar sem þaðan hefur margt gott komið undanfarið, en á mig runnu sko aldeilis tvær grímur um síðustu helgi – þær hafa ekki horfið enn og gera það varla í bráð. Vinstri græn virðast vera einum of stjórnsamur og ófrjálslyndur […]

Einhliða

Guðni Ágústsson landbúnaðráðherra lýsti því yfir nýverið að bandarísk yfirvöld hafi tekið einhliða ákvörðun um að setja Ísland á lista hinna staðföstu þjóða. Ég ætlaði að leita að þessari frétt á netinu en fann hana hvergi, þannig að ég neyðist víst til að skrifa eftir minni. Ég vona bara að mig hafi ekki dreymt þetta. […]

Klám og fleira

Þá er ljóst að ekkert verður af ‘klámráðstefnunni’. Hér er skemmtileg greining á því hvernig fólk skiptist í hópa í afstöðu sinni í þessu öllu saman; hún varð mér tilefni til vangaveltna sem urðu loks að þessari bloggfærslu. Mér þótti ekki síst athyglisvert að sjá hvernig fólk virðist skiptast nánast undantekningalaust í tvo andstæða hópa […]

Lifandi vitleysa

Í morgun mætti ég til vinnu, eins og oft áður, og fór í gegnum morgunrútínuna. Eitt af því sem felst í henni er innskráning á MSN. Windows Live Messenger (eftirleiðis WLM) vildi hins vegar ekki leyfa mér það í þetta skiptið, heldur fékk ég þessi skilaboð í fésið: Gott og vel; ég valdi Yes, enda […]

Samsæri?

Það getur verið gaman að velta sér upp úr samsæriskenningum – svo lengi sem maður gengur ekki of langt í því. Slíkt er ekki gott fyrir geðheilsuna. Að því sögðu þá sá ég um daginn á alnetinu ákveðnar staðreyndir sem mér þótti sérlega áhugaverðar. Þið munið kannski eftir því þegar Morgunblaðið birti nöfn og andlit […]

Snjósöfnunin

Nú hefur það líklega farið framhjá fáum að til stendur að hópur fólks sem starfar í klámbransanum haldi ráðstefnu á Hótel Sögu. Nógu mikið hefur alla vega verið skrifað um þessi tíðindi á alnetinu. Eitt af þeim sjónarmiðum sem kemur oft fram er að þar sem klám er soralegt og ógeðfellt fyrirbæri, þá „eigum við […]

Góða Nótt

Ég myndi skrifa undir þetta ef um væri að ræða alvöru undirskriftasöfnun til að algjörlega losna við fyrirbærið Sylvíu Nótt, en ekki bjánalegt ‘PR-stunt’. Ég viðurkenni mjög fúslega að mér fannst hún hressandi og ansi fyndin í fyrstu, en nú er þetta einfaldlega löngu hætt að vera fyndið. Mér finnst að Ágústa ætti að gera […]

blog.is

Þá er ég farinn að lifa tvöföldu lífi. Sökum óviðráðanlegra ástæðna stofnaði ég til bloggs á hinum nokkuð sæmilega vef blog.is. Ég geri ekki ráð fyrir að miklar breytingar á blogghögum mínum fylgi í kjölfarið, en ég hef enn ekki alveg ákveðið hvernig fyrirkomulag ég mun hafa á þessu. Það er auðvitað hálfklaufalegt að vera […]

Il Castrati

Algrímur fór í geldingu í gær. Eins og venja er var hann einstaklega máttlaus allan gærdaginn, en í morgun var hann orðinn vel sprækur. Anna tók þó eftir því að hann kom ekki skokkandi til að taka á móti henni þegar hún fór framúr, og hann virðist dálítið afundinn. Auðvitað kemur það betur í ljós […]