Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í apríl 2007

Mikið svakalega

… er David Gilmour væminn og óspennandi sem sólólistamaður. Þá vil ég nú frekar biðja um hljómsveitina hans gömlu og góðu.

Árangur

Nú er allt of langt um liðið síðan ég skrifaði eitthvað hér; best að gera eitthvað í því. Mig langaði að ræða slagorð Framsóknarflokksins fyrir þessar kosningar. Það hljóðar svo: Árangur áfram – ekkert stopp! Þetta er fínt slagorð og kemur skilaboðum flokksins á framfæri á hnitmiðan hátt. Þó finnst mér að flokkurinn hafi hér […]

Skoðanakannanir

… þykja mér pirrandi. Alltaf fyrir hverjar kosningar eru gerðar skoðanakannanir mjög svo reglulega. Umræðan snýst að mjög miklu leyti um viðbrögð talsmanna flokkanna við nýjustu tölunum. Mikið er spáð og spekulerað í þessum tölum og jafnvel skotið á flokka fyrir lélegt gengi í skoðanakönnunum. Allt er þetta á kostnað alvöru málefnalegrar umræðu. Mér finnst […]

Út fór hann

Ég lét til leiðast og hleypti Algrími út í bakgarðinn í smá stund í gærkvöldi. Ég held að hann hafi verið ánægður með að komast út, en hann var að vonum einstaklega varkár svona í fyrsta skiptið, og fór alls ekki langt frá húsinu. Hann var úti í ekki meira en hálftíma áður en hann […]

PR mistök aldarinnar

N1 = Enone = Enron Þarf að segja meira?

Hugdetta

Í morgun þegar ég lá í bælinu milli svefns og vöku datt mér í hug besta nafn á hljómsveit í heimi: Prosaic Mosaic Munið að ég á einkarétt á þessu nafni … nei, reyndar ekki, en ef þið notið þetta þætti mér vænt um ef þið mynduð geta upprunans.

Moggablogg

Svo virðist sem Moggabloggið sé að ná yfirhöndinni. Þrjár færslur á fjórum dögum er frekar mikið. Þar sem ég hef ekkert sérstaklega mikið að segja eins og er þá minni ég bara á það.

Bombum Ísland!

Keli vitnar í dag í þessa grein, og ég get ekki annað en hermt eftir honum – þessari miklu snilld verður að koma á framfæri. Rökin þarna eru óhrekjandi. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær þessu plani verður hrint í framkvæmd í alvöru. Þá vona ég að Halliburton og Bechtel byggi fleiri ljósleiðarastrengi yfir […]

Brot

Algrímur braut kaffipressuna. Kannski þetta sé hans leið til að segja mér að ég eigi ekki að bjóða syndinni í kaffi.

Mín skoðun

… er sú að þættirnir Mín skoðun með Valtý Birni og Bödda Bergs á X-FM eru með öllu óþarfir. Væri ekki hægt að hafa þessi leiðindi á einhverri annarri stöð? Annars kvarta ég aðallega vegna þess að X-FM er eiginlega eina stöðin sem næst almennilega í bílunum mínum, þannig að ef ég er úti að […]