Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í maí 2007

Hádegisverður

Um daginn snæddi ég hádegismat ásamt bróður mínum og æskuvini okkar. Reyndar höfum við bræðurnir ekki verið mikið í sambandi við manninn alllengi, en vonandi markaði þessi hádegisverður breytingu þar á. Alla vega var þetta mjög skemmtilegur hádegisverður. Þarna voru meðal annars rifjuð upp samskipti okkar bræðranna við eldri bróður þessa æskuvinar okkar, sem var […]

Mótmælandinn

Á leið minni til vinnu keyri ég alltaf framhjá höfuðstöðvum VÍS við Ármúla. Þar hef ég stundum undanfarið séð mann sitja á gangstéttinni andspænis húsinu með skilti. Ég hef aldrei séð almennilega á skiltin, en það sem ég hef séð virðist vera einhvers konar harðorð gagnrýni á VÍS. Í morgun varð mér hugsað til þess […]

Engin ól

Þegar Algrímur kom inn í gærkvöldi var ólin horfin. Svakalega hefur honum verið illa við hana … Þetta þýðir að hann fer ekkert út þar til hann fær nýja.

Ól

Algrímur fékk ól í dag. Það rann upp fyrir mér að það er betra að hafa slíkt á köttum sem skreppa stundum út. Reyndar fór hann síðan ekkert út í dag. Hvílíkt vanþakklæti.

Kosningar

Í dag verður gengið til Alþingiskosninga. Ég verð að segja að ég hef sjaldan verið jafn lítt spenntur fyrir niðurstöðum kosninga, þó að vitanlega sé þetta tvísýnt. Ég held nefnilega að hvernig sem þetta fer, þá verður Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn, og það verða gerðar breytingar á ýmsum þáttum samfélagsins. Ég ætla alla vega rétt að […]

Tré

Algrímur hefur verið að skreppa aðeins út við og við. Enn sem komið er vappar hann bara í garðinum og er ekki lengi úti í einu. Í gær var hann úti þegar ég heyrði hrikalegt hvæs. Ég stökk út og sá fyrst annan kött þarna á vappi í garðinum. Svo heyrði ég Algrím væla einhvers […]

Stuldur

Ég uppgötvaði í gær að debetkortið mitt var horfið. Síðan sá ég í netbankanum að nokkrar úttektir voru gerðar af því í dag. Það súrasta er að þær eru allar í verslunum og matbúllum nálægt heimili mínu. Kannski er þetta nágranni sem hefur komist yfir kortið …

1. maí

Þetta er í fyrsta skiptið sem ég er í vinnunni 1. maí – alla vega svo ég muni eftir. Frekar fámennt hérna og afslappandi, en ég vona að þetta verði ekki að reglu.