Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í júní 2007

Fundinn!

Algrímur er kominn aftur í hús. Ég heyrði í honum mjálma fyrir utan í gærnótt og stökk út, en hann var hvergi sjáanlegur. Fljótlega uppgötvaði ég að hann var inni í bílskúrnum sem er við hliðina á blokkinni. Ég náði honum þaðan út (löng saga), og hann var að vonum mjög glaður að komast heim. […]

Sjaldan er ein báran stök

Amma var að deyja … og Algrímur hefur ekki sést síðan á laugardaginn. Ekki alveg skemmtilegasta tímabil ævi minnar.

Snilld

Það er ekki oft sem maður skellir upp úr þegar maður er einsamall … Ég hlustaði á fréttir Stöðvar 2 í bílnum á leiðinni heim úr vinnu í gærkvöldi. Þar var flutt frétt af krökkum sem voru að leika kappa úr fornsögunum. Að sjálfsögðu var tekið viðtal við nokkra þeirra. Þar á meðal var einn […]

Enn eitt prófið

Advanced Global Personality Test Results Extraversion |||||||||| 40% Stability |||||||||||||||| 70% Orderliness |||||||||||||||||| 76% Accommodation |||||||||||||||| 63% Interdependence |||||||||||||||||||| 83% Intellectual |||||||||||||||||||| 90% Mystical |||| 16% Artistic |||||| 23% Religious || 10% Hedonism |||||||||||| 50% Materialism |||||||||||| 43% Narcissism |||||||||||| 50% Adventurousness |||| 16% Work ethic |||||||||||||||| 70% Self absorbed |||||||||||| 43% Conflict seeking |||||||||||||||| […]

17. júní

Í dag er 17. júní. Til hamingju með afmælið, Hrafn Gunnlaugsson!

Gleði

Ég sagði frá því hér í síðasta mánuði að debetkortinu mínu var stolið, og færslur gerðar með því. Þetta reyndust vera um 20.000 krónur alls. Sem betur fer hef ég fengið þetta endurgreitt, en hef ekkert frétt af því hvort hendur hafi verið hafðar í hári ódámsins sem vílaði ekki fyrir sér að nota kortið […]

Af hverju …

eru vondu kallarnir í hasarmyndum Hollywoods langoftast útlendingar?

Svindl?

Ég hafði lítið að gera í krankleika mínum í dag, þannig að ég horfði bara á myndina <i>The Great Global Warming Swindle</i>. Hún er vönduð, enda gerð af Breta og því ekki við öðru að búast. Þarna eru líka sett fram áhugaverð rök og rætt við fólk sem virðist vita hvað það er að tala […]

Sósur

Ég fékk nokkrar sterkar sósur í dag … hluti af sameiginlegri pöntun sem við vinnufélagarnir slógum saman í. Hérna er nefnilega ákveðinn hópur manna sem hefur gaman af sterku bragði, og ég er eiginlega kominn upp á það bragð. Ég hef alla tíð þolað sterkt bragð vel og fundist það gott, en ekki mikið borið […]

Reykleysi

Ég álpaðist á galeiðuna í gærkvöldi eftir starfsdag í vinnunni. Í sjálfu sér gerðist þar fátt nýtt eða merkilegt, en mikið afskaplega var notalegt að þurfa ekki að vaða vindlingareyk. Þetta er einfaldlega allt annað líf. Mikið hlýtur nú til dæmis starfsfólk þessa staða anda léttar – það er að segja þau þeirra sem ekki […]