Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í júlí 2007

Simpsonisering

Ég hermdi eftir Óskimon og bjó til Simpsoniseraða útgáfu af mér. Það var hægara sagt en gert. Fyrst prófaði ég þetta í Eldrefnum á Linux, en fékk eilíflega villur eða hrun á Eldrefnum. Svo prófaði ég í Eldrefnum á Windows í vinnunni, og ekki gekk það nú betur. Það var ekki fyrr en ég keyrði […]

Hah

Algrímur velur ekki Whiskas. Hann velur frekar eitthvað annað ef tvennt er sett fyrir framan hann.

Ættarmót

Nú er skammarlega langt liðið frá því að ég henti hingað inn línum, en ég á mér afsökun. Ég var nefnilega netlaus í nokkra daga, sökum þess að ég skrap til Vestfjarða á ættarmót. Anna og foreldrarnir veittu mér félagsskap, og við gistum í því sem er líklega minnsta húsið í Hnífsdal. Ættarmótið sjálft fór […]

Urr

Fyrr í nótt var ég inni í eldhúsi og heyrði í Algrími væla fyrir utan. Ég leit út og sá hann á vappi fyrir neðan og ákvað að fara niður og hleypa honum inn, enda kunni ég ekki við að hafa hann nálægt þessari miklu umferðargötu sem ég bý við. Þegar ég kom út sást […]

Hollywood OS þarna

Ég fór á Transformers í gær. Ágætismynd; svöl og með flottum brellum. Hins vegar var nákvæmlega allt sem kom tölvum eitthvað við algjört rugl. Síðan hvenær hakkar fólk tölvukerfi með hljóðbylgjum?

Ekkert Hollywood OS þarna

Ég horfði á myndina 1408 í gær. Hún er ágæt, en eitt það merkilegasta við hana (að mínu mati) er að í henni kemur fyrir fartölva með mjög svo raunsæju viðmóti. Þarna sést Yahoo Messenger og síðan bláskjár. Gaman að þessu.