Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í október 2007

Bless snjór

Þá er snjórinn farinn. Hann entist ekki lengi. Hins vegar munu nagladekk þeirra sem slógust næstum því til að ná sér í slík hinn sama morgun og hvítt sást á jörðu væntanlega endast aðeins lengur.

Mafía

Ég er orðinn forfallinn mafíuspilari. Fyrir þá sem ekki vita hvað ég á við, þá er þetta ágætislesefni: http://en.wikipedia.org/wiki/Mafia_%28game%29 http://www.mafiascum.net/wiki/index.php?title=Main_Page

Skammarhjálmurinn

Ég gerði mistök í vinnunni – þannig að ég þarf að bera hinn svokallaða skammarhjálm í klukkutíma. Þetta er appelsínugulur verkamannahjálmur. Hressandi.

Fjárinn

Ég skrifaði færslu á afmælisdaginn minn þar sem ég lýsti yfir því að þetta hefði verið mjög góður dagur; ég fékk morgunverð í rúmið og snæddi með fjölskyldunni á Asíu um kvöldið, og var því mjög saddur og sæll í dagslok. Anna gaf mér síðan frábærar gjafir; USB-minnislykil sem heitir Firefly, ásamt bókum. Þessi færsla […]