Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í október 2013

Hættulegt lýðræðinu

Í útvarpsviðtali um daginn sagði forsætisráðherra að ákveðin umræða sem hann er sjálfur ósáttur við væri nánast hættuleg lýðræðinu. Þetta lýsir að mínu mati frekar undarlegum skilningi á hugtakinu lýðræði, sem ég hélt að þýddi bara hreinlega að lýðurinn ræður, til hins betra eða verra. Stundum getur lýðurinn verið óttalegur skríll, og í opinberri umræðu […]

Er Kjarval mikið á þínu heimili?

Það er ekkert launungarmál að Bubbi Morthens er mjög á móti niðurhali á afþreyingarefni á netinu. Pistill hans í dag kom mér því lítið á óvart en þó kom mér á óvart að þarna virðist hann ráðast ekki bara gegn ókeypis dreifingu tónlistar heldur gegn því að fólk kaupi sér hana löglega með leiðum sem honum […]

Nennuleysisrökin

Síðastliðinn fimmtudag birtist í DV viðtal við Hildi Sverrisdóttur, sem tók sæti sem borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar Gísli Marteinn Baldursson steig til hliðar. Þar sem ég er áskrifandi að DV hef ég aðgang að öllu viðtalinu og ætla að vitna í valinn kafla úr því og gera að umtalsefni. Ég vona að mér leyfist það og […]

Hnakkar og treflar

Ég hef aðeins verið að melta pistilinn sem Egill ‘Gillz’ skrifaði í gær um grínið sitt, tilgang þess og afstöðu sína til þess þegar hann lítur til baka. Pistillinn er ekki alslæmur og ég trúi því ágætlega að maðurinn iðrist þess í raun og veru að hafa farið yfir strikið við og við. Það sem ég […]

Fimm mánuðir

Nú eru liðnir um fimm mánuðir síðan ég hætti alfarið að drekka og ég hef aldrei verið sáttari með nokkra ákvörðun. Þó vissulega sé hægt að gera margt heimskulegt og skaðlegt sjálfum sér og öðrum edrú er það mun auðveldara undir áhrifum – svo var allavega raunin hjá mér og ég finn mjög áþreifanlega fyrir […]

„Allt sem í hennar valdi stendur“

Í svari iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur um álver í Helguvík, og reyndar fyrirspurninni sjálfri, afhjúpast merkilegt viðhorf. Það viðhorf virðist byggjast á því að alls kyns ‘hindranir’ standi því fyrir þrifum að erlend fyrirtæki geti reist hér álver og að það sé hlutverk ríkisstjórnarinnar að gera nákvæmlega allt sem hún getur til að ryðja […]