Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Viðtal

Ég fer í mitt fyrsta atvinnuviðtal í um það bil tvö ár á morgun. Þetta er frekar spennandi allt saman. Um er að ræða stórt, þekkt, og gamalt fyrirtæki í bransanum. Það gæti verið áhugavert að prófa að vinna í slíku umhverfi, svo lengi sem því er vel stjórnað. Eitt það versta sem til er, samkvæmt minni reynslu, er nefnilega illa stjórnað fyrirtæki. Það eru fá takmörk fyrir þeim ömurleika sem skapast af því.

Hvernig getur maður annars komist að því hvort fyrirtæki er vel stjórnað áður en maður hefur störf þar?

“Viðtal”

 1. Steini sagði:

  Spurja fólkið sem er að vinna þarna 🙂

 2. Þarfagreinir sagði:

  Góð hugmynd.

  En ef maður þekkir engan þarna?

 3. Steini sagði:

  þá bara… ég veit það ekki! spurja stjóranna hvernig þeir stjórna og hvaða áherslur þeir hafa?

 4. anna panna sagði:

  Það er líka hægt að athuga hvort og hvar það er á þessum lista…

 5. Þarfagreinir sagði:

  Þetta sem ég var hjá í dag er ekki á þessum lista – en mér líst samt bara nokkuð vel á það.

 6. Steinrí­kur sagði:

  Maður hefði betur skoðað þennan lista fyrir 3 árum.
  Okkar gamla fyrirtæki er með 1 (af 100) í Trúverðugleika stjórnenda og heildareinkunnin er ekki sérstaklega góð.

 7. Tigra sagði:

  Þú býður fólki tópas, ef það þiggur, er þetta gæðastjórnun.

 8. Þarfagreinir sagði:

  Steinríkur: Já … reyndar man ég að mikið var gantast slælega útkömu fyrirtækisins í þessari könnun þegar ég var að vinna þarna. Fullseint í rassinn gripið.

  Tigra: En hvað þarf ég að gera til að sannreyna hvort þetta er þarfagreining?

 9. Tigra sagði:

  Býður þeim Opal.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>