Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Skoðun

Ég fór með bílinn í skoðun í dag, og hann var ekki alveg fyllilega í lagi, greyið. Það helsta sem var að honum var að stykki hafði brotnað undan hægra framhjólinu, líklega við það að ég keyrði honum einu sinni smá spöl á meðan dekkið þar var sprungið. Ástæða þess var sú að ég hafði lagt mikið á mig við að rölta eftir kvoðu til að dæla í dekkið, sem síðan virkaði alls ekki. Héðan í frá set ég frekar aumingjadekk undir jálkinn, sem og ég gerði síðast þegar dekk sprakk. Þá hafði ég reyndar góða hjálp við atriði eins og að finna tjakkinn, og reyndar bara allt ferlið.

Miðað við hversu mikla þekkingu og færni ég hef á sviðum á borð við forritun er ótrúlegt hversu fatlaður ég er þegar kemur að bílum. Ég gæti eins verið fimm ára krakki hvað vit mitt á þeim varðar.

Því mun ég einfaldlega fara með skoðunarblaðið á verkstæði á morgun og biðja kallana þar að leysa þetta mál. Vonandi virkar það.

“Skoðun”

 1. Nornin sagði:

  Bílar eru ofmetnir… samt sakna ég bílsins ‘míns’ :-þ

  Reyndar ekki eins mikið fyrst hann er bilaður!

 2. Anna Panna sagði:

  Hey, bílakallar eru ekki jafnklárir og þú á tölvur 😉

 3. Tryggvi sagði:

  Minn bíll er flottari en þinn bíll!

  En svona í alvöru talað, gamli Hyundai-inn var alltaf að bila. Maður verður víst að fara vel með þessi tæki.

 4. Þarfagreinir sagði:

  Já, þetta er hrikalega dýrt ef maður sinnir bílunum ekki nógu vel. Ég ætla að reyna að bæta mig í þeim efnum, sama hversu leiðinlegt er finnst þetta allt saman.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>