Eldrefsviðbætur
19.10 2006 10:33:11
Margir hafa skrifað á gagnvarpinu um góðar Eldrefsviðbætur áður (Eldrefurinn er annars þetta hér) þar með talið ég. Hins vegar hefur sitthvað breyst í þeim efnum síðan ég ritaði um þær síðast. Hér kemur því glæný upptalning á þeim viðbótum sem ég nota hvað mest:
- Adblock
Þetta er skyldueign. Leiðist þér að hafa 10 hreyfimyndir á mbl.is eða visir.is? Þá geturðu notað Adblock til að eyða þessum ósóma. Hérna má sjá ágætisútskýringu Gvends Skrýtna á því hvernig nota skal þessa viðbót.
- Tab Mix Plus
Þetta er gríðarlega öflug og fjölþætt viðbót sem bætir við ýmsum möguleikum sem viðkoma töbin (hvað heitir þessi fjári annars á íslensku?). Að auki geymir hún allt sem maður hefur opið á milli þess sem maður ræsir og slekkur á Eldrefnum (Tools->Session Manager, velja ‘Restore’ fyrir ‘When Browser Starts’ og ‘Save Session’ fyrir ‘When Browser Exits’). Þetta er nokkuð sem ég notaði viðbót sem heitir Session Saver í áður, en hví að nota tvær viðbætur þegar önnur þeirra gerir það sama og hin?
- Fasterfox
Nett lítil viðbót sem hraðar á Eldrefnum. Lítið meira um það að segja.
- Baggalútsviðbótin
Þetta er viðbót sem býður Gestapóum upp á að gera alls konar sniðuga hluti eins og að setja upp sínar eigin sviðslýsingar og vista efni af síðunni. Mikil snilld, þó ég segi sjálfur frá. Ahem.
21. október 2006 kl. 17:37
Tabs myndi ég kalla flipa.
[Flipar]
22. október 2006 kl. 13:09
Já, það er sniðugt.
<Flipar út>
22. október 2006 kl. 13:45
Ég nenni ekki að leita að linkum en aðrar góðar eru:
– Sage //RSS feed lesari í rebbann. Algjör snilld
– Get jetable mail //Þegar þú þarft að skrá mailinn þinn einhverstaðar, getur þú notað jetable mail sem gildir bara í ákveðinn tíma, t.d. 24 klst eða einn mánuð. Hann forwardar á venjulega email addressuna þína í þann tíma. Hægrismellir bara í editboxið og velur \“get jetable mail\“
MediaPlayerConnectivity //Til þess að keyra embedded media á heimasíðum í media playernum þinum utan síðunnar