Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Gestapó

… er á góðri leið með að leysast upp í ömurleika. Það er sorglegt, því að mér þykir gríðarlega vænt um þann vef. Ég vona að þetta batni með tímanum, en eins og er þá er ég svartsýnn.

“Gestapó”

 1. Litla sagði:

  Hvaða hvaða, er þetta ekki aftur á uppleið núna? Mér finnst það. úlfafíflið næstum farið og svona. Gömul andlit farin að láta sjá sig og svona.

 2. Þarfagreinir sagði:

  Já, innskot Núma var líka fínt og virðist hafa hrist vel upp í fólki.

  Ég er bjartsýnn núna.

 3. Nornin sagði:

  Mér leiðist á Gestapó núna. Kannski ég fari að hanga þar bara til að vera til leiðinda :-þ

 4. Vlad sagði:

  Eigi höfum vjer af þessu miklar áhyggjur, er svona hefur gerst hefur það ávallt verið tímabundið. Það voru a.m.k. ýmsir stórskemmtilegir þræðir í gangi í gærkvöldi og margt að gerast [Ljómar upp].

  Ritstjórn er líka greinilega vakandi sem er vel, sbr. innskotin frá Núma og Enter. Vjer vorum farnir að halda að ritstjórn fylgdist e.t.v. eigi nægilega vel með en það var sem betur fer rangt.

  Norn: Eigi er gaman að fastagestir hangi á Gestapó í þeim tilgangi að vera til leiðinda nema þeir kunni þá list að vera skemmtilega leiðinlegir !

 5. Skabbi sagði:

  Stuðið var með besta móti í gærkvöldi, mjög skemmtilegt… of mikið um að menn séu að kvarta um hvað allt sé leiðinlegt, það finnst mér leiðinlegast…

 6. Furða sagði:

  Ég hef annað hvort ekki tíma til að hanga á Gestapó eða ég veit ekkert hvað ég á að segja… svo eru nokkrir ákveðnir Gestapóar horfnir eða nánast horfnir sem kunnu virkilega að halda uppi stuðinu. Vona samt að þetta lagist.

 7. Steini sagði:

  Ég veit aldrei hvað ég á að segja, en ég skemmti mér konunglega við að lesa hvernig fólk og aðrar dýrategundir veltir sér uppúr dramanu sem kemur þegar einhver misþroska einstaklingur fer að skrifa eitthvað bull um hitt og þetta. En ég er samt ekki að taka þátt í þessu, svo ég veit ekki alveg hvernig þetta er í raun og veru að verða fyrir barðinu á óforskömmuðu fólki sem kann ekki netsiði nútímamannsins.

 8. Tigra sagði:

  Veistu hvað?
  HA?
  HA?
  HA?
  Það er alltaf gaman þar sem ég er.
  Og hananú.

 9. Rattati sagði:

  Ojæja, alltaf má finna ömurleika það til bóta að leiðin liggur bara uppá við eftir það…

 10. Jóakim sagði:

  Ég er sammála Tigru. Það er alltaf gaman þegar hún er inni. Jibbý!

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>