Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Fyrsti dagurinn

Kæra dagbók: Í dag hóf ég feril minn sem bankastarfsmaður. Þetta er fínn staður; allir þarna eru með tvo 17″ flatskjái á mann, og hafa fullt frelsi til að nota alnetið eins og þeim sýnist. Ég fór þó hóflega í slíkt, en eyddi deginum að mestu leyti í að lesa mér til um vinnuferli og reglur og fleira. Svo kynntist ég nokkrum samstarfsvélögum. Mér líst bara vel á þetta allt saman. Þarna er góð aðstaða og góður mórall.

“Fyrsti dagurinn”

 1. Tryggvi sagði:

  Það er nú gott,
  tveir flatskjáir eru cool.

  Og svo er líka cool að hafa samstarfsvélar. Vélmenni er cool… eða átti þetta að vera samstarfsfélagar..? hihi

 2. Nornin sagði:

  En frábært, fátt leiðinlegra en að fara að vinna á stað sem er leiðinlegt að vinna á!

  Ég er strax byrjuð að velta því fyrir mér hvað ég ætla að gera næsta sumar. Eins gaman og það er að vinna hjá ÍTR þá væri betra að fá vinnu við eitthvað sem er tengt náminu… verst að ég væri á talsvert lægri launum hjá borgarbókasafninu en hjá ÍTR :-/

 3. Steinrí­kur sagði:

  Öss…
  Bara 17 tommur?

  Alvöru karlmenn hafa 19…

 4. Sundkennarinn sagði:

  Já, til hamingju með þetta. Ertu sk. \“millistjórnandi\“? Þeir eru víst með rosagóð laun. Annars, geturðu reddað mér 100þúsundkalli á lágum vöxtum… kæri félagi?

  Þinn
  Sundkennarinn

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>