Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Skrattakollur

Það er ekki ofsögum sagt að Algrímur er ótrúlega ofvirkur og athyglissjúkur köttur. Hann bíður alltaf mjálmandi við dyrnar þegar ég kem heim, og mjálmar mjög ámátlega og mikið þegar ég er ekki að sinna honum – nema auðvitað þegar hann er sofandi, eins og núna í augnablikinu (hann er meira að segja ofan á mér; mjög hlýtt og þægilegt).

Venjulega er sagt að kettir séu meiri einfarar en til að mynda hundar, en ég held að Algrímur gæti allt eins verið hundur hvað hátterni varðar. Hann getur eiginlega bara ekki verið einn.

“Skrattakollur”

 1. Skoff­ni° sagði:

  Það fylgir því engu að síður vellíðan að hafa einhvern lítinn og loðinn bolta sem er ótrúlega háður manni og elskar mann út af lífinu. Það endar með því að þú þarft að taka hann með þér í vinnuna eins og sums staðar er boðið upp á fyrir mannabörn. Það eru að mínum dómi ekkert annað en fordómar að flokka börn eftir DNA-röðun. Kisugæslu á alla vinnustaði!

 2. Anna Panna sagði:

  Ofvirkur og athyglissjúkur já en hann er samt alveg mesta krútt í heiminum!

 3. Siggi Sveinn sagði:

  Hljómar eins og óskup eðlilegur köttur. Þeir eiga víst eitthvað að róast með aldrinum, skilst mér.

  Annars þá kæmi ég ansi litlu í verk ef að ég fengi að taka Loðmund með mér í vinnuna.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>