Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Geisp

Í morgun vaknaði ég mjög snemma í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi átti hæðin mín að sjá um vikulegt morgunkaffi í dag, og í síðara lagi þarf ég að hitta á yfirmann tölvusviðs til að láta hann skrifa undir umsókn mína um rafrænt auðkenni. Hann hafði sagt líklegt að hann yrði við snemma.

Þegar á hólminn var komið var ég síðan ekkert settur í undirbúning á morgunkaffinu, og yfirmaðurinn er ekki á skrifstofunni.

Í þokkabót þá var ég læstur út af innra netinu enn einu sinni – það virðist enginn vita nákvæmlega af hverju það gerist.

Þetta eru samantekin ráð og ekkert annað! Ég ætla að bæta fyrir þetta með því að sofa gríðarlega mikið yfir helgina. Það ætti að kenna ofsækjendum mínum lexíu.

“Geisp”

  1. Tryggvi sagði:

    HAHAHAHAHAHAHAHAHA. Þú þarft að sleikja á mér rassinn til að fá þetta auðkenni!

  2. Þarfagreinir sagði:

    DO NOT WANT! 🙁

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>