Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Helgin

… var fín. Föstudagurinn var einstaklega afslappaður, enda fór ég snemma á fætur á laugardagsmorgni til að mæta á langan starfsdag í vinnunni. Hann var áhugaverður; þarna fluttu ýmsir stjórnendur og annað starfsfólk áhugaverða fyrirlestra um starfsemi upplýsingatæknisviðsins. Svo mætti Jón Gnarr og hélt hugvekju sem var bæði fyndin og fræðandi. Inntakið í henni var að það er gott að gefa af sér. Það get ég tekið heilshugar undir.

Starfsdeginum lauk með mat og drykkju í Bláa lóninu, en ég þurfti að sleppa því til að vera viðstaddur afmælisveislu Önnu, sem hafði auðvitað forgang. Þar prófaði ég Singstar í fyrsta skipti og fékk það staðfest endanlega að ég kann ekki að syngja. O jæja. Víst lítið við því að gera. Flutningur minn á The Final Countdown mældist reyndar sæmilegur, þó að hinar söngtilraunir mínar hafi verið lakari að mati Singstar.

Að teitinu loknu héldum við í bæinn en stöldruðum ekki lengi við þar. Mér finnst miklu skemmtilegra heima hjá mér en þar á þvælingi þessa dagana. Ætli ég sé ekki bara farinn að reskjast?

“Helgin”

 1. Tigra sagði:

  GAMLI KALL!

 2. steini sagði:

  AUKA KALL!

 3. Siggi Sveinn sagði:

  Þetta heitir að opna augum fyrir staðreyndum. Það er skemmtilegra heima hjá sér (eða vinum sínum) í góðra vina hópi heldur en í reykjarkófi og hávaðamengun á einhverri okurbúllunni.

 4. Tryggvi sagði:

  „reykjarkófi og hávaðamengun“ hmm hljómar eins og partý hjá mér…

  En já Singstar. Smkv, því er ég tonedeaf en verð betri víst með hverjum bjór…

 5. B. Ewing sagði:

  Þetta mun vera heilladrjúgt skref að hætta þessu okurbúllurölti að næturlagi. Mæli með því að knúsast í staðinn.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>