Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Snjór

Í dag er allt undirlagt af snjó í höfuðstaðnum. Því miður þurfti ég að ná í bílinn minn í dag eftir að hafa yfirgefið hann í gærkvöldi sökum ölvunar. Ekki tókst heimferðin betur en svo að ég festist í beygju inn á Miklubrautina, og var ég alls ekki einn um það. Þessi beygja var orðin að hálfgerðri félagsmiðstöð á tímabili – allir komnir út úr bílunum að hjálpa hver öðrum við að komast úr snjónum. Eftir að kall nokkur á stórum jeppa hafði dregið mig inn á Miklubrautina var afgangur ferðarinnar áfallalaus.

Eitt er gott við snjóinn: Hann er fallegur.

“Snjór”

 1. Hexia sagði:

  Hrumpf! Hann er ekkert fallegur lengur þegar maður þarf að moka honum í burtu eða vaða hann upp að hnjám.

  Hann er fallegur á trjágreinunum, sosum. En þar á hann líka bara að vera, og vera kyrr!
  Hrumpf!

 2. Nornin sagði:

  Ég fór út í búð á Daggar bíl, það gekk algjörlega áfallalaust en ég stoppaði til að ýta einhverri konu á sjálfskiptum Lexus. Hún kunni ekki að keyra í snjó, blessunin.

 3. Anna Panna sagði:

  VARÚÐ, FORDÓMAR FRAMUNDAN:
  Kunna konur á sjálfskiptum Lexusum að keyra yfir höfuð, þessar elskur??

 4. Tryggvi sagði:

  HAHA!

  En það er rétt. Snjórinn er fallegur, sérstaklega nýfallinn snjór.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>