Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Netviðskipti

Úbbs – Ísland er ekki á þessum lista. Eru þetta ekki enn ein rökin fyrir því að taka upp evru?

Almennt séð sýnist mér vera ansi erfitt að stunda alþjóðleg viðskipti á alnetinu ef maður er Íslendingur. Miðað við hversu evran kemur oft fyrir í ofangreindum lista, þá grunar mig að eina ástæðan fyrir því að Ísland er ekki þarna sé sú að hér er notaður gjaldmiðill sem enginn nema við, þessar 300 þúsund hræður, könnumst nokkuð við.

Svo maður tali nú ekki um að algjörlega ómögulegt virðist vera að fá tekjur í gegnum Paypal hérlendis (Ísland er þarna rétt undir miðju, í hópi örfárra landa þar sem einungis er hægt að fá greitt inn á bandarískan bankareikning). Reyndar held ég að þetta skýrist alla vega af einhverju leyti af því að Paypal hefur orð á sér að sitja á peningum eins og dreki á gulli og vera gríðarlega strangt og smámunasamt þegar kemur að því að greiða þá út, samanber til að mynda þessa frétt. Reyndar gæti aðalástæða reglugerðarugls á borð við þetta vel verið sú að Bandaríkin eru farin að líkjast lögregluveldi sífellt meira – ég held að þar sé orðið ekki hægt að taka út peninga fyrir kaffibolla án þess að gefa upp DNA-sýni. Annars, grínlaust, þá þurfti ég tvisvar að gefa upp fingraför þegar ég fór þangað í sumar; í fyrra skiptið við komuna til landsins, og í annað skipti þegar ég þurfti að taka út peninga út á kreditkortið mitt í banka þar sem debetkortið mitt var runnið út.

Nú er þetta orðinn mun almennari pistill en ætlunin var í upphafi. Ætli það sé ekki bara best að klikkja út á þeim mjög svo almennu nótum að segja að margt er skrýtið í kýrhausnum?

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>