Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Vandræðagangur

Ég er að horfa á Kastljósið. Þar er verið að ræða ágreining sem upp er kominn milli þeirra sem ætla að standa að framboði öryrkja og aldraðra á næsta ári. Ég verð að segja að ég botna hvorki upp né niður í ástæðum þessa ágreinings. Þetta er afskaplega skrýtið allt saman. Í fyrsta lagi á ég bágt með að sjá tilganginn með þessu framboði, þó svo að auðvitað sé bráðnauðsynlegt að gera miklar úrbætur í kjörum þessara tveggja hópa. Hins vegar tel ég sérframboð af þessu tagi fyrirfram dauðadæmt; það er afar hæpið að eitt slíkt framboð næði nægilegu fylgi til að koma fólki inn, hvað þá ef þau verða tvö. Einu áhrifin verða þau að þessi framboð taka atkvæði frá hinum óánægðu, sem hefðu annars án efa kosið einhvern af núverandi stjórnarandstöðuflokkum. Mér þykir klofningurinn þar alveg nógu mikill og leiðinlegur þar fyrir; fleiri flokkar þýðir lélegri nýtingu atkvæða. Þess fyrir utan skil ég ekki allan þennan gríðarlega málefnaágreining hjá stjórnarandstöðunni, þar sem ég held að grundvallaratriðin séu augljós og einföld.

Ætli þetta sé ekki bara sú sama gamla saga að allir vilja reyna að komast í feit ráðherraembætti, og þar sem það er takmörkuð auðlind, þá vill fólk helst vera ofarlega á listum til að eiga möguleika á slíku. *Andvarp*

“Vandræðagangur”

  1. Galdri sagði:

    Meiru ansk… fíflin. Búin að eyðileggja alla möguleika á því að fá nokkurn stuðning.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>