Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

OpenOffice

Ég heyri oft af fólki sem er að bisa við að reyna að ná í Office-pakkann frá Microsoft með einhverjum ólöglegum leiðum, sem er svo sem vel skiljanlegt þar sem þetta er rándýr fjári. Oftast er þetta auðvitað bara svo að fólk geti fengið Word til að geta skrifað ritgerðir í einhverju skárra en draslinu WordPad.

Í hvert skipti sem ég er spurður út í leiðir til að útvega þennan Skrifstofupakka, þá bendi ég á OpenOffice. Það er ókeypis (og meira að segja líka frjáls) pakki sem er mjög svipaður þeim frá Microsoft. Persónulega þykir mér hann alls ekkert síðri, og hann uppfyllir allar mínar þarfir.

Til hvers að vera að bisa við að ná sér í eitthvað ólöglega þegar sambærileg vara er til ókeypis? Ég bara spyr …

“OpenOffice”

 1. Siggi Sveinn sagði:

  Ég veit allavega að mamma varð ekkert ánægð þegar ég setti OpenOffice á nýju tölvuna hennar. Hún kvartaði yfir því að þetta væri ekki alveg eins og Word sem hún var búin að læra á. Að takkarnir og skipanir væru ekki þar sem að hún var vön að hafa þau.

  Ég held að stór hluti af vandamálinu er að fólki er bara kennt á einn tiltekinn hugbúnaðarpakka. Og það lærir bara utan að hvaða skipanir eigi að velja til að gera ákveðna hluti í stað þess að læra að kynnast nýjum hugbúnaði og finna út hvernig hann virkar. Margir virðast líka hafa takmarkaðan áhuga á að þurfa að hugsa um hugbúnað. Vill bara að það virki áfram að gera eins og það er vant.

  En það er kannski með vilja gert svo að það sé hægt að rukka sama fólkið aftur þegar það þarf að læra á næstu útgáfu.

 2. gummih sagði:

  Ég er sjálfur með OpenOffice heima en ég er farinn að nota google docs meira og meira – einfalt og nett og ég hef aðgang að skjölunum mínum á hvaða tölvu sem er.

 3. Svanur sagði:

  Siggi: Flestir „notendur\“ vilja bara eitthvað sem virkar og þeir hafa lært á. Að fá fólk til að skipta úr IE yfir FF er algjör firra í mörgum tilfellum, sérstaklega þar sem usability dótið sem hver og einn sækir úr þessum vörum er sá sami. Oft eru t.d. hnappar og virkni alveg eins en samt fer fólk að þræta um að þurfa að læra á eitthvað nýtt.

  Kennslu kúrvan á milli IE og FF er kannski x en miðað við almennan notanda þá er kúrvan á milli Office of openOffice um það bil x^n fyrir marga þar sem n = hver takki sem er öðruvísi eða með aðra staðsetningu.

  Eins og er þá er Office Big O n^n flækjustig miðað við þarfir hvers og eins. Flestir vilja bara skrifa texta með mismunandi letri(stærð og tegund) með möguleika á justified(hrollur).

  N.B.: Justified texti er algjör no-no. Verð bara að koma þessu á framfæri.

 4. Svanur sagði:

  Viðbót:
  Svo eru ekki allir hrifnir á að læra á nýja hluti eins og sumir. Mér finnst gaman að læra á nýja hluti en það er samt threshold. Ég er t.d. að komast inn á Maya(er að svissa úr 3D Studio Max) og hef gaman af því að læra á nýja tólið, en þegar ég reyndi það sama með Cinema4D eða önnur minni forrit þá var ég að verða gráhærður(og pirraður) yfir að þurfa að læra á eitthvað sem virtist nota lítið sem ekkert sensibility.

 5. Steinrí­kur sagði:

  En það er gaman að stela frá Micro$oft…

  Hvort vilt þú frekar stela nammi frá feitum, óþolandi, ofvirkum og grenjandi krakka eða fá gefins heimatilbúið nammi frá hippunum við hliðina?

 6. Siggi Sveinn sagði:

  Er nammið frá grenjuskjóðunni umhverfisvænt og laust við gerviefni? Ha? Ég hélt nú ekki. Hippanammi, takk fyrir.

 7. Nornin sagði:

  Ég er með office frá MS vegna þess að það er það sem er algengast að nota, en núna er ég orðin svo þreytt á hversu hægvirkt það er, að ég er að spá í að prufa að nota open office og sjá hvort það er hraðvirkara.
  Notar maður ekki MS vörur vegna þess að þetta er markaðssett til helvítis? Heilaþvottur bara?

 8. Steinrí­kur sagði:

  Ég held að þetta sé mikið til af því að fólki var kennt á þetta í upphafi.
  Í öllum skólum er Windows og mönnum var kennt á vélritun í Word. Svipað með flesta vinnustaði.
  Svo fara menn heim og nenna ekki að \“læra\“ eitthva nýtt.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>