Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Ný þvottavél!

Já, ég keypti nýja þvottavél! Hún er mjög flott; með tölvuskjá og allt. Svo er hægt að setja tímastilli á hana og allt.  Einnig er það mjög mikill kostur að vatnsleiðslan sem fylgdi með henni smellpassar á vatnskranann. Sá sem ég notaði fyrir gömlu þvottavélina passaði nefnilega ekki alveg, þannig að ég þurfti að vefja handklæði utan um samskeytin. Hálfhallærislegt.

“Ný þvottavél!”

 1. Anna Panna sagði:

  Þetta er bara allt annað líf!

 2. Furða sagði:

  Til hamingju! Verður kaffiboð?

 3. Þarfagreinir sagði:

  Tja, hugsanlega. Kannski þegar ég er búinn að koma þeirri gömlu úr húsi – hún stendur ennþá í holinu 😛

 4. Sigurgeir sagði:

  af hverju keyptirðu ekki gömlu vélina mína af mér?

 5. Nornin sagði:

  Ég vil láta bjóða mér í kaffi til að hitta nýju vélina.

 6. Þarfagreinir sagði:

  Ég vissi nú bara ekki að hún væri enn til sölu, Sigurgeir minn. Rámar núna fyrst þú minnist á það að hafa séð sölutilkynningu á MSN hjá þér, en það er óralangt síðan.

  Er það ekki annars?

  Ég var alla vega búinn að steingleyma þessu.

  Og já, þú ert velkomin í kaffi og Thud! fröken Norn – við þurfum bara að fara að kýla á þetta.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>