Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Strætó

Ég gleymdi því á mánudaginn að ég hafði skilið bílinn eftir um laugardagskvöldið og tók því strætó. Til þess notaði ég miða. Þegar keyptir eru slíkir miðar kostar hver ferð morð fjár; um 227 krónur. Tvær ferðir myndu því kosta um 454 krónur. Miðað við eyðsluna á minni litlu japönsku dollu geri ég ráð fyrir að ég eyði um 100 krónum í að fara fram og til baka úr vinnu, gróflega en þó ríflega áætlað. Kostirnir við bílinn eru síðan margir umfram strætisvagninn; það er fljótlegra að fara á bílnum, og með honum get ég síðan skotist hvert sem ég vil yfir daginn. Slíkt er nánast ómögulegt með strætisvagni, nema maður sé tilbúinn að eyða þeim mun meiri tíma í ferðina.

Með þessu má sjá að algjörlega óhagkvæmt er með öllu að taka strætisvagn. Jafnvel á góðviðrisdegi þegar ég er geri ekki ráð fyrir að þurfa að fara neitt úr vinnunni fyrir lok vinnudagsins hvarflar ekki að mér að taka strætisvagn. Ef strætisvagninn væri raunverulegur kostur fjárhagslega myndi ég líklega taka hann við og við svona til tilbreytingar, og til að spara. En á meðan ég tapa verulega í hvert sinn sem ég tek strætó er það bara ekki inni í myndinni.

Já, ég veit að annar kostur er að kaupa kort, en þó að verðmunurinn milli þeirra og farmiðaspjaldanna sé allverulegur, sé það vel nýtt, eru slík kort þeim mun óhagkvæmari ef maður fer einungis nokkrar ferðir í viku. Stefnan virðist einfaldlega sú að annað hvort eigi fólk að nota strætisvagnanna eða ekki; þeir sem eigi bíl skuli bara gjöra svo vel að nota þá. Alltaf.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>