Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Út vil ek!

Ég setti Algrím upp á gluggasylluna frammi á gangi, og fyrr en varði var hann kominn upp í gluggann og var á leið út um hann. Það hefði ekki verið sérstaklega sniðugt í ljósi þess að ég er á þriðju hæð, en hann var mjög ólmur í komast í gegn; ég þurfti að toga hann í burtu af miklu afli.

Kjánaköttur.

“Út vil ek!”

 1. Drottningin sagði:

  „Ein skitin athugasemd“ – hún verður mín! MÍN !!

 2. Þarfagreinir sagði:

  Nú er hún samt ekki skitin lengur.

 3. Tryggvi sagði:

  Amm, kettir eru úti dýr.

 4. Skoffínið sagði:

  Neibb, kisur eru ekkert \“útidýr\“ frekar en \“innidýr\“. Það sem gæludýr þarf er gott og öruggt umhverfi og umferðargötur fullar af súrrandi geðveikum Íslendingum á jeppum flokkast því miður ekki sem slíkt. Þá er betra að hafa kisurnar inni í hlýjunni og örygginu.

 5. Salka sagði:

  Kisur vilja út. Nema hefðarkisurnar sem fá dúnmjúkan og fallegan plusspúða í gluggann til að liggja á. Þar sýna þær sig stoltar og montnar, sleikja á sér loppurnar og horfa lygnum augum á útikisurnar.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>