Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Óþægilegur sannleikur

Ég fór að sjá myndina hans Gore um daginn. Mikið svakalega var hún fræðandi. Mér finnst maðurinn einfaldlega hafa sýnt fram á það mjög svart á hvítu að gróðurhúsaáhrifin eru mjög raunverulegur vandi sem við verðum að bregðast við hið snarasta. Mér finnst satt best að segja ótrúlegt hvernig sumir geta þráast við í að viðurkenna þennan vanda. Miðað við hversu mikið er í húfi, þá er algjört glapræði að láta sem ekkert sé. Þá er miklu mun betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Í kjölfar myndarinnar fór ég líka að hugsa um hversu miklu betra það hefði verið ef Gore hefði nú unnið lokasigurinn í kosningunum þarna um árið. Munurinn á honum og apamenninu honum Bush er svo gjörsamlega hrópandi að það er ekki einu sinni fyndið. Ég man mjög vel eftir kosningunum; í kappræðunum þótti mér Gore traustur, rökfastur og yfirvegaður, á meðan Bush var illa máli farinn blábjáni sem kunni ekkert annað en að reyna eftir bestu getu að þyrla því ryki sem var í hausnum á honum yfir aðra. Ég varð svo ótrúlega reiður þegar þetta gerpi vann. Sem betur fer á hann ekki langt eftir – og ég vona mjög svo innilega að einhver með viti taki við af honum. Reyndar þarf ekki mikið þar til  … ég held að órangútan yrði betri forseti en þetta fyrirbæri.

“Óþægilegur sannleikur”

  1. Bjartmar sagði:

    tökum svo öll strætó í stað einkabíls til að stuðla að minnkun gróðurhúsaáhfrifa! neidjók,lolz

  2. Furða sagði:

    Hann Bush er örugglega vélmenni, stjórnað af skapara sínum, stríðsóðum en ofurgáfuðum sjö ára stráki.
    „Blöööhh! Þið megið sko ekkert vera með neitt frumvarp um herinn MINN! ÉGVILVERAÍSTRÍÐIÉGVILVERAÍSTRÍÐI ÉG ER FORSETINN!!!“

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>