Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Maður lifandi

Berið saman þetta og þetta.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Microsoft hermir algjörlega eftir því sem einhver annar hefur gert í von um að stela sneið af markaðnum af viðkomandi, eða þá bara allri kökunni. Einfaldasta leiðin til að gera þetta finnst þeim auðvitað að kaupa fyrirtæki sem hefur framleitt það sem þeir þurfa. Stefna þeirra virðist vera að ráða algjörlega yfir öllum tölvutengdum mörkuðum. Það er afskaplega fátt sem Microsoft býður ekki upp á … stýrikerfi, skrifstofuhugbúnaður, vefvafri, vefpóstur, ‘IM’, netleitarvél og öll önnur virkni sem Google býður upp á, hugbúnaðarþróunartól, leikjatölva … listin er ótæmandi. Ég verð að segja að mér þykir þetta býsna ískyggileg þróun mála. Verst er auðvitað að fyrirtækið notar gríðarlegt fjármagn sitt til að bókstaflega kæfa heilu markaðina og yfirtaka þá. Þessi Google-eftirherma þeirra er ein lúalegasta tilraunin til þess sem ég hef nokkurn tímann séð.

Stuttleg úttekt á ofantöldu: Pirr pirr pirr …

“Maður lifandi”

 1. Tryggvi sagði:

  Microsoft is Mother, Microsoft is Father.

 2. Þarfagreinir sagði:

  NOOOOOOOOOOO!!!

 3. Steinrí­kur sagði:

  Best (þ.e. sorglegast) finnst mér http://www.start.com sem er óopinber tilraun hjá þeim til að verða upphafssíða allra notenda (sjá disclaimer neðst).
  Hún notar t.d. (javascript til breyta address línunni (?!).

  Tjekkið á þessu – smá böggur í javascript hjá þeim:
  http://www.google.com/search?hl=en&lr=&q=www.start.com%2F1&btnG=Search
  http://search.live.com/results.aspx?q=start.com%2F2&mkt=en-US&form=QBRE&go.x=0&go.y=0&go=Search
  http://search.live.com/results.aspx?q=start.com%2F3&mkt=en-US&form=QBRE&go.x=0&go.y=0&go=Search
  veljið \“cache\“ og fylgist með address línunni

 4. Þarfagreinir sagði:

  Haha – skondið.

  Mér sýnist þetta gerast hjá bæði Google og Live. Frekar grunsamlegt það … kannski sitthvað fleira sem er stolið en útlitið eitt.

 5. Þarfagreinir sagði:

  Já, við nánari skoðun þá er þetta nákvæmlega eins.

  Þarna stendur:

  SiteCatalyst code version: H.1.
  Copyright 1997-2005 Omniture, Inc.
  More info available at http://www.omniture.com

  Þægilegt að geta fengið það sem maður þarf svona frá sameiginlegum þriðja aðila …

 6. Steinrí­kur sagði:

  Þarfi:
  Eins og ég sagði, þá er javascript að breyta address-línunni í browsernum..

  var p = window.location.pathname;
  var h = location.href;
  if (p != \"/\" && p.indexOf(\"default.aspx\") == -1 && p.charAt(p.length - 1) != \'/\')
  h += \'/\';if (location.hostname == \"start.com\")
  h = h.replace(\"start.com\", \"www.start.com\");if (h != location.href)
  location.replace(h);


  Fullorðið fólk lætur vefserverinn sjá um þetta (t.d. með virtualhost).

 7. Steinrí­kur sagði:

  Á code-tagið ekki að virka hjá þér? – þetta átti að vera kóði…
  Það er lágmark að gefa manni möguleika á preview þegar maður kommentar.

 8. Svanur sagði:

  Það er einungis hægt að þróa og betrum bæta hluti það mikið að einhver mun á endanum finna bestu lausnina. Ef eitthvað þá er þetta viðurkenning á að google hönnunin sé með þeim betri sérstaklega upp á notkun.

  Flestir sem munu reyna að fara inn á leitarvélar markaðinn munu nota útlit google þar sem það er hæfasta útlitið eins og komið er. Microsoft eru ekkert öðruvísi þar.

 9. Þarfagreinir sagði:

  Steinríkur: Jú, það á víst að virka. Preview vantar sárlega … kannski ég skrifi þá virki sjálfur einhvern tímann eða reyni að finna plugin fyrir svoleiðis.

 10. Þarfagreinir sagði:

  Og Svanur: Já, það er auðvitað gott að sjá viðurkenningu á því að Google er best … en samt dapurlegt að sjá svona eftiröpun. Ef Microsoft telur sig ekki hafa neitt við þetta svið að bæta er bara best fyrir þá að gefast upp á þessum markaði. Af hverju er tangarhald þeirra á öllum hinum sviðunum ekki nóg? Þetta fyrirtæki hefur gert sitthvað gott, eins og C# og allt Visual Studio dæmið sem ég nota í vinnunni núna … mér þykir bjánalegt hversu þunnt þeir vilja smyrja smjörinu sínu.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>