Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

PR mistök aldarinnar

N1 = Enone = Enron

Þarf að segja meira?

“PR mistök aldarinnar”

 1. Siggi Sveinn sagði:

  Og hvað er N1? Hef ekkert heyrt á það minnst.

 2. Siggi Sveinn sagði:

  Vinur minn, google, sagði mér að N1 væri eldgömul, rússnesk eldflaug sem átti að koma þeim til tunglsins en reyndist hin mesti gallagripur, einhver hugbúnaður frá Sun sem á e-h vegin að gera allt einfaldara fyrir kerfisstjóra, stafræn myndavél frá Sony og svo eru e-h hraðbrautir út í heimi sem heita N1.

  Ég hef enn ekki n-eina hugmynd um hvað þú ert að tala um.

 3. Þarfagreinir sagði:

  N1 er þetta hér.

 4. Siggi Sveinn sagði:

  Ah, nú skil ég betur hvað þú átt við.
  Ég er ekki með sjónvarp, hlusta ekki á útvarp og hef ekki alltaf tíma til að renna í gegnum Fréttablaðið, þannig að þegar ég hef auk þess gef mér ekki tíma til að líta við á mbl.is þá missir maður stundum af einhverju.

  (Ætli þeir viti af því að þeir séu að nefna batteríið sitt eftir rússneskri eldflaug sem komst varla á loft?)

 5. Siggi Sveinn sagði:

  Leiðrétting:
  „… þegar ég hef auk þess gef mér ekki tíma …“
  átti að vera:
  „… þegar ég auk þess gef mér ekki tíma …“

 6. Nornin sagði:

  Við Unnar vorum einmitt að ræða þetta á föstudagskvöldið þegar við sáum þetta fyrst.
  Þvílík heimska !!
  Ég er hér með hætt að skipta við Essó (N1).

 7. B. Ewing sagði:

  Jamm. Verst að ég get ekki hætt að versla þarna þó að ég feginn vildi. Díselolían á bílana er frá þeim, vonandi ekki mikið lengur, vona ég… það hefur gerst…
  *Skammast sín og roðnar niður í tær*

  Samt sniðugt þetta með ónýtu rússnesku eldflaugina.

 8. Siggi Sveinn sagði:

  Ég er að taka eftir að allir hlekkirnir sem ég gerði virka ekki :S
  Hvað kemur til? Á ekki að vera hægt að nota <a href="e;"e;>-tagið?

  Og er engin leið til þess að fá ‘preview’ í þessu kerfi þannig að maður sjá betur hvort tögin manns séu rétt?

 9. Siggi Sveinn sagði:

  Þetta átti að vera „… <a href="">-tagið…“

  Eins og ég sagði, það vantar preview hérna 🙁

 10. Þarfagreinir sagði:

  Ég hef sett upp svokallaðan Nasaþef, sem sýnir athugasemdina eins og hún mun birtast jafnóðum. Það leysir vonandi vandann, en mig grunar að einnig sé um að ræða bögg í WordPress sem veldur því að linkar detta stundum út. Sjáum til hvernig þetta gengur.

 11. Siggi Sveinn sagði:

  Jæja, besta að prófa snöggvast þennan „Nasaþef“. Annars hélt ég að þetta ætti að heita „nasasjón“ og er greinilega ekki einn um að fá á tilfinningunni að verið sé að rugla saman hugtökum.

  Annars má geta þess að samkvæmt „Nasaþefnum“ svokallaða, þá ætti þessi færsla að koma rétt í gegn. Hlekkurinn virðist vera réttur og það eru engin „backslash“ á undan gæsalöppunum mínum.

 12. Þarfagreinir sagði:

  Já, þetta er rétt hjá þér. Ég var þarna að rugla saman tveimur hugtökum. Ég breytti þessu.

  Annars er skondið að það sé kominn metfjöldi athugasemda við þess stuttu færslu.

 13. Siggi Sveinn sagði:

  Jamm. Það er svona þegar athugasemdir breytast í samtal sem jafnvel getur átt það til að fara út í allt aðra sálma heldur en upprunalega færslan fjallaði um. 🙂

 14. B. Ewing sagði:

  Er eitthvað við þetta að bæta ?

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>