Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Út fór hann

Ég lét til leiðast og hleypti Algrími út í bakgarðinn í smá stund í gærkvöldi. Ég held að hann hafi verið ánægður með að komast út, en hann var að vonum einstaklega varkár svona í fyrsta skiptið, og fór alls ekki langt frá húsinu. Hann var úti í ekki meira en hálftíma áður en hann skaust inn aftur. Þetta hafði þó ekki jafn róandi áhrif á hann og ég vonaðist til – hann var æstari en venjulega eftirá, ef eitthvað var. Mjálmaði mjög hátt og ámátlega og vildi láta leika við sig. Hann er almennt séð mjög félagslyndur og vill sífellt vera ofan í fólki sem hann þekkir – ég held að það breytist varla þó hann fái að skreppa út við og við.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>