Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Tré

Algrímur hefur verið að skreppa aðeins út við og við. Enn sem komið er vappar hann bara í garðinum og er ekki lengi úti í einu. Í gær var hann úti þegar ég heyrði hrikalegt hvæs. Ég stökk út og sá fyrst annan kött þarna á vappi í garðinum. Svo heyrði ég Algrím væla einhvers staðar fyrir ofan mig. Eftir nokkra leit sá ég hvar hann var. Uppi í trénu. Hann hafði sumsé flúið þangað upp undan ógnvaldinum sem hafði birst í garðinum. Nú voru góð ráð dýr, því ekki vildi hann reyna að koma niður, heldur hékk hann bara þarna á grein og vældi ámátlega. Þarna við hliðina á trénu var bílskúr sem ég vippaði mér upp á, en ég komst ekki nógu nálægt til að ná kettinum. Eftir smá umhugsun sá ég að þarna ofan á bílskúrnum var gömul viðarhurð eða hleri. Ég brá á það ráð að taka þetta og leggja upp að trénu. Algrímur fattaði þá planið og stökk niður á hurðina. Ekki var hann hins vegar alveg á því að klára dæmið, því hann sat þarna sem fastast. Pirraður ákvað ég að reyna að halda í hlerann með annarri hendi og kippa kettinum að mér með hinni. Þetta tókst þó að Algrímur hafi streist mjög á móti. Eftir að ég hafði komið honum á öxlina á mér var eftirleikurinn auðveldur.

Meira ævintýrið …

“Tré”

  1. Furða sagði:

    Híhí, skræfan. 😀 Svarta mín rekur alla ketti í burtu sem koma nálægt litla bakgarðinum okkar! Hvíta kisa stendur bara stuttan spöl frá látunum með uppblásið skott og lítur út eins og þvottabjörn(enda með röndótt skott). 😀

  2. Tryggvi sagði:

    hehe, svipað með minn kött, hann rekur aðra ketti upp í tré sko..

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>