Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Kosningar

Í dag verður gengið til Alþingiskosninga. Ég verð að segja að ég hef sjaldan verið jafn lítt spenntur fyrir niðurstöðum kosninga, þó að vitanlega sé þetta tvísýnt. Ég held nefnilega að hvernig sem þetta fer, þá verður Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn, og það verða gerðar breytingar á ýmsum þáttum samfélagsins.

Ég ætla alla vega rétt að vona það. Annars er ég leiður á íslenskri pólitík – allt of mikið af ömurlegri spillingu er norm hérna frekar en undantekning.

“Kosningar”

 1. Steinríkur sagði:

  Sammála með spillinguna.
  Annars kaus ég til hægri í þetta skiptið.

  Það var ekkert bitastætt á vinstri helmingnum á kjörseðlinum.

 2. Þarfagreinir sagði:

  Ég lái þér ekkert þá ákvörðun. Það er nefnilega ýmislegt gott í Sjálfstæðisflokknum, og hann hefur snarbatnað eftir að Davíð hætti loksins. Ég held að flokkurinn sé núna loksins að verða reiðubúinn að sinna velferðarmálunum betur, sérstaklega ef hann fer í stjórn með vinstri flokki.

  Engu að síður fara hugmyndir á borð við að taka upp skólagjöld í opinberum háskólum illa í mig – sú hugmyndafræði að allir eigi að borga allt undir sjálfa sig, þar sem allir gera jú allt bara fyrir sjálfa sig, er varhugaverð í meira lagi. Það er mikil hætta á að einstaklingshyggjan muni smá saman snarversna í íslensku samfélagi, sem væri að mínu mati hið versta mál.

  Annars veit ég ekkert hvað ég er að tala um, frekar en venjulega.

 3. Steinríkur sagði:

  Ég var nú að meina á kjörseðlinum.

  Á vinstri helmingnum voru B, D og F, svo að krossinn lenti á hægri hliðinni…

 4. Þarfagreinir sagði:

  Hahahaha. Alltaf sami grallarinn … 😛

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>