Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Mótmælandinn

Á leið minni til vinnu keyri ég alltaf framhjá höfuðstöðvum VÍS við Ármúla. Þar hef ég stundum undanfarið séð mann sitja á gangstéttinni andspænis húsinu með skilti. Ég hef aldrei séð almennilega á skiltin, en það sem ég hef séð virðist vera einhvers konar harðorð gagnrýni á VÍS.

Í morgun varð mér hugsað til þess að ég hafði ekki séð manninn nokkuð lengi, og merkilegt nokk var hann þarna.

Mig langar til að skoða þessi skilti betur og kannski spyrja hann út í hvað hann hefur fram að færa, en fælni mín gagnvart ókunnugum gerir mér þar erfitt fyrir.

Gott að einhverjir nenna enn að mótmæla á Íslandi.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>