Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Hádegisverður

Um daginn snæddi ég hádegismat ásamt bróður mínum og æskuvini okkar. Reyndar höfum við bræðurnir ekki verið mikið í sambandi við manninn alllengi, en vonandi markaði þessi hádegisverður breytingu þar á. Alla vega var þetta mjög skemmtilegur hádegisverður.

Þarna voru meðal annars rifjuð upp samskipti okkar bræðranna við eldri bróður þessa æskuvinar okkar, sem var um tvítugt þá og man þetta því allt vel. Hann var mikið að stríða okkur bræðrunum, sem ég man eftir, en hinu var ég búinn að gleyma, en það er hversu vel við svöruðum víst oft fyrir okkur. Þarna notuðum við frasa eins og: „Fáðu þér hjólbörur undir allt sjálfshólið“ og „Eruð þér sneiddir öllum vistmunum?“. Geri aðrir átta ára guttar betur.

“Hádegisverður”

 1. Furða sagði:

  Meh… ég get bara sagt að þegar ég var pínkupons sagði ég oft „á é a kípí?“ þegar ég vildi klípa fólk.
  Og „börst bennen“ þegar ég átti að bursta tennur.

 2. Tigra sagði:

  Hah.. ég var bara argasti dóni þegar ég var lítil skilst mér.
  Var víst í afmæli hjá frænkum mínum sem lítil stubbalína og pabbi þeirra, frændi minn, sýndist hann sjá að ég þyrfti mögulega að pissa, en ég virtist eitthvað upptekin samt við leik.
  Hann vindur sér að mér og fer e-ð að spurja út í þessi pissumál, en ég var þá aldeilis ekki á því að láta trufla mig neitt við leikinn, snéri mér að honum og sagði einfaldlega:
  „Farð þú bara heim til þín!“

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>