Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Reykleysi

Ég álpaðist á galeiðuna í gærkvöldi eftir starfsdag í vinnunni. Í sjálfu sér gerðist þar fátt nýtt eða merkilegt, en mikið afskaplega var notalegt að þurfa ekki að vaða vindlingareyk. Þetta er einfaldlega allt annað líf. Mikið hlýtur nú til dæmis starfsfólk þessa staða anda léttar – það er að segja þau þeirra sem ekki reykja.

Einhverjar ráðstafanir voru auðvitað gerðar til að létta púurunum lífið – fyrir utan Grand Rokk hafði verið sett upp tjald, líkt og venjan er að gera um menningarnótt, og á Celtic voru dyr opnar út á lítinn pall þar sem fólk gat staðið og svælt líkkistunaglana. Svo voru auðvitað líka óvenjumargir með rettur í munnvikum úti á götunum … og einhverjir að stelast laumulega til að reykja innan dyra, og ljóst að sumum hverjum fannst það afskaplega spennandi og forboðinn leikur.

Eitthvað fannst mér þó óvenjufáir inni á búllunum sjálfum, en það þótti mér reyndar góð tilbreyting. Efa þó að rekendurnir séu jafn kátir með það, þó.

Það verður spennandi að sjá hvernig skemmtanalífið aðlagast að þessari nýju reglu.

“Reykleysi”

  1. Kondi sagði:

    Kom að þessu. Áður fyrr tók fólk í vörina og hrækti á gólfið og voru þá innleiddir hrákadallar til að minnka sóðaskapinn.
    Vonandi hverfa reykingarnar líka.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>