Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Sósur

Ég fékk nokkrar sterkar sósur í dag … hluti af sameiginlegri pöntun sem við vinnufélagarnir slógum saman í. Hérna er nefnilega ákveðinn hópur manna sem hefur gaman af sterku bragði, og ég er eiginlega kominn upp á það bragð. Ég hef alla tíð þolað sterkt bragð vel og fundist það gott, en ekki mikið borið mig eftir því að borða slíkan mat. Þessar sósur breyta kannski einhverju … þær eru víst virkilega sterkar og bragðgóðar.

Eitt sem er skondið er að ein sósan heitir Blair’s Jalapeno Death Sauce, en á henni stendur Feel Alive!. Er þetta ekki ákveðin þversögn?

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>