Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Svindl?

Ég hafði lítið að gera í krankleika mínum í dag, þannig að ég horfði bara á myndina <i>The Great Global Warming Swindle</i>. Hún er vönduð, enda gerð af Breta og því ekki við öðru að búast. Þarna eru líka sett fram áhugaverð rök og rætt við fólk sem virðist vita hvað það er að tala um. Á tímabili var ég alveg orðinn tilbúinn að skoða aðeins betur hvort hnattræn hlýnun af mannavöldum sé endilega jafn mikil staðreynd og af er látið.

En svo fór ég að hugsa … og skoða hvernig skrifað hefur verið um myndina. Þá kom í ljós að margt er vafasamt í myndinni. Eitt sem þarf ekki að lesa sér til um til að efast um er sá áróður sem settur er fram að þessi kenning sé notuð til að aftra Afríkuríkjum frá því að iðnvæðast. Þó þetta sé rétt, þá hefur þetta ekkert með trúverðugleika kenningarinnar að gera, og er því, já, hreinn og klár áróður til að höfða til samúðar fólks með þriðja heiminum. Þetta eitt er nóg til að varpa rýrð á myndina í heild, að mínu mati. Annað; nokkrir viðmælandanna eru spurðir hvort þeir hafi fengið fjármagn frá olíufélögum eða öðrum hagsmunaaðilum í skiptum fyrir að hafa þær skoðanir sem þeir setja fram – þessu neita þeir allir. Þetta er hins vegar ekki nema lítill hluti þeirra sem koma fram í myndinni … og rannsóknir á netinu virðast leiða í ljós að margir þeirra sem ekki neita þessu í myndinni eru einmitt vel tengdir inn í olíubransann.

Vísindahliðin er síðan saga út af fyrir sig, en eftir að hafa rannsakað þær fullyrðingar sem eru settar fram þar af lútandi er niðurstaða mín sú að myndin haggar ekki við hinni rótgrónu kenningu, að losun gróðurhúsaloftegunda frá verksmiðjum, bílum, o.s.frv. hafi umtalsverð áhrif á veðurfar Jarðarinnar.

Þannig er nú það.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>