Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Gleði

Ég sagði frá því hér í síðasta mánuði að debetkortinu mínu var stolið, og færslur gerðar með því. Þetta reyndust vera um 20.000 krónur alls. Sem betur fer hef ég fengið þetta endurgreitt, en hef ekkert frétt af því hvort hendur hafi verið hafðar í hári ódámsins sem vílaði ekki fyrir sér að nota kortið margoft.

Það er nokkuð ljóst að þeir sem taka við færslum á kortum eru ekkert að gæta að því hvort sá sem greiðir eigi í raun kortið. Þarna hefði án efa nægt að líta einfaldlega á myndina á kortinu. Undirskriftin er hins vegar einungis nýtileg þegar korthafi afneitar færslum, eins og ég þurfti að gera í þessu tilfelli.

Ég held að PIN-númer á kortum væri bara ansi sniðug hugmynd …

“Gleði”

  1. B. Ewing sagði:

    PIN númer á kortum er bara sniðug hugmynd ef ég fæ að velja númerið að einhverju leyti sjálfur. Númer eins og 1234, hluti af kennitölunni o.s.frv. mætti útiloka með einföldum „valreglum“.

    Ég á í höfðinu nokkur góð PIN númer sem engin leið er að rekja til mín. Stundum fékk ég að velja númerin mín eins og t.d. þegar ég fékk mér einkabanka í fyrsta sinn o.s.frv.

    Hinsvegar hef ég fengið svo vond PIN númer á kortin mín undanfarin ár að ég kvíði hverri hraðbankaferðinni á fætur annarri og hreinlega neyðist til að „skrifa númerin“ hjá mér. (á vel völdum stað að sjálfsögðu).

    Þannig að, í stuttu máli. Leimmér að ráða PIN númerinu mínu næst þegar ég fæ mér kort og ég skal taka heilshugar undir með þér.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>