Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Snilld

Það er ekki oft sem maður skellir upp úr þegar maður er einsamall …

Ég hlustaði á fréttir Stöðvar 2 í bílnum á leiðinni heim úr vinnu í gærkvöldi. Þar var flutt frétt af krökkum sem voru að leika kappa úr fornsögunum. Að sjálfsögðu var tekið viðtal við nokkra þeirra. Þar á meðal var einn gutti sem, aðspurður um álit sitt á Gunnari á Hlíðarenda og  Njáli á Bergþórshvoli, sagði eitthvað á þessa leið:

„Þeir voru ekkert að hanga á skrifstofu yfir tölvu; þeir fóru út og hjuggu menn!“

Fyrri parturinn var sagður í hálfgerðum hneykslunartón, en seinni af þeim mun meiri ákafa. Óborganlegt.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>