Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Blóð

Ég fór í heimsókn í blóðbíl áðan þar sem tekið var sýni af dreyranum mínum. Ef allt fer að óskum mun ég geta gefið af honum í alvöru eftir hálfan mánuð eða svo. Það ætti að vera ágætisjólagjöf.

P.S. Blóðþrýstingurinn minn er 134/75 og púlsinn er 89. Er það eðlilegt?

“Blóð”

 1. Steinrí­kur sagði:

  Ég hef verið með 125-130/70 og 63-66 í púls síðustu 3 blóðgjöfum.

  Það veitir greinilega ekkert af því að tappa aðeins af.

 2. tryggvi sagði:

  Held að púlsinn sé soldið hár.
  Ég gef ekki blóð. Síðast þegar ég gerði það þá leið næstum því yfir mig. Ég þarf augljóslega mitt blóð.

 3. Furða sagði:

  Ég veit bara að minn blóðþrýstingur er virkilega lágur, nánast of lágur. Púlsinn líka á milli 60-70.
  Aldeilis hvað maður er afslappaður.

 4. Anna Panna sagði:

  Vei og vúhúúúú hvað þú ert duglegur, ég er mjög stolt af þessu framtaki 😀

  Tryggvi: Það getur alveg skipt máli hvað það er langt síðan þú borðaðir og hvað þú borðaðir. Þú ættir að prófa að byggja þig upp af vítamínum og járnríku fæði í nokkra daga og gefa svo blóð, ekki gefast upp eftir eitt skipti 😉

 5. Steinrí­kur sagði:

  Tryggvi:
  Ég var hálfónýtur í næstum viku eftir fyrstu blóðgjöf, hrikalega slappur og orkulítill.
  Önnur blóðgjöfin (næstum ári seinna) var ekkert mál og ég hef farið reglulega síðan án vandræða.

 6. gummih sagði:

  Snilld að gefa blóð, (open source 😉 )síðast var ég 116/65 með 59 í púls, það er annars ekki endilega mikið að marka púlsinn í fyrstu blóðtöku og blóðþrýstingurinn hlýtur að stjórnast af því hvenær dags maður fer (lesist, eftir hversu marga kaffibolla)

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>