Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Ættarmót

Nú er skammarlega langt liðið frá því að ég henti hingað inn línum, en ég á mér afsökun. Ég var nefnilega netlaus í nokkra daga, sökum þess að ég skrap til Vestfjarða á ættarmót. Anna og foreldrarnir veittu mér félagsskap, og við gistum í því sem er líklega minnsta húsið í Hnífsdal. Ættarmótið sjálft fór fram á Súðavík, og var mjög skemmtilegt. Við gáfum okkur síðan tíma til að gera sitthvað fleira; til dæmis að skreppa með báti út í Vigur, þar sem við sáum meðal annars munaðarlausa æðarunga sem flatmöguðu í grasflöt eins og kettir, og alla vega tvo kríuunga.

Á leiðinni heim sprakk síðan dekk á druslunni, þannig að við Anna þurftum að leggja krók á leið okkur til að fá nýtt dekk á Patreksfirði, sem eru hennar gömlu æskustöðvar til nokkurra ára. Það var fínt að sjá bæinn; ég held að örlögin hafi ákveðið að við þyrftum að koma þar við.

Hin fínasta ferð allt í allt – það held ég nú.

“Ættarmót”

 1. Furða sagði:

  Ég hef komið í Vigur! Mjög gaman að skoða, sæt eyja. Líka gaman á ættarmótum, hef ekki farið á svoleiðis lengi.

 2. B. Ewing sagði:

  Á eftir að koma í Vigur 🙁 en hef farið á lundaveiðar í Borgarey á Ísafjarðardjúpi. Það var stórskemmtilegt og á ég margar flottar myndir þaðan.

 3. Rattati sagði:

  Gaman að sjá þig enn lífs. Kveðja frá Ameríkulandi.

  Rattati

 4. Nornin sagði:

  Druslunni? DRUSLUNNI?!? Ertu að tala um bílinn ‘minn’ eða hvað? :-þ

  Gott að það var gaman.
  Ég fór á vestfirði fyrir 3 árum og leiddist það mjög. Enda rigning og rok allann tímann.

 5. Þarfagreinir sagði:

  Já … það er víst ‘þinn’ bíll … en afsökunin er að dekk og drusla stuðlar saman, og svo er líka pirrandi þegar það springur jafn oft dekk á bíl og gerst hefur með þennan. 😛 Hann er samt æði að öðru leyti.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>