Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Simpsonisering

Ég hermdi eftir Óskimon og bjó til Simpsoniseraða útgáfu af mér. Það var hægara sagt en gert. Fyrst prófaði ég þetta í Eldrefnum á Linux, en fékk eilíflega villur eða hrun á Eldrefnum. Svo prófaði ég í Eldrefnum á Windows í vinnunni, og ekki gekk það nú betur. Það var ekki fyrr en ég keyrði upp IE (þann fjára) sem þetta virkaði rétt. Meiri aparnir að geta ekki látið þetta virka almennilega í Rebbanum. Það súrasta er síðan að myndin vistast síðan að lokum á PNG formi, sem er auðvitað ‘frjálst’ form. Þess vegna skýtur frekar skökku við að þetta virki eingöngu í IE.

En nóg komið af rausi. Hérna er útkoman:

Skemmtilegt nokk þá er þetta nýja alnetsmyndin mín – ég hafði notast við South Park myndina um allnokkurt skeið, og það var alveg orðið tímabært að breyta til.

Og já, ef þið hafið áhuga á að herma eftir mér þá er apparatið að finna hérna.

“Simpsonisering”

 1. Furða sagði:

  Ég gafst upp þegar síðan sagði mér að bíða í rúmar 700 sekúndur eftir niðurstöðum. 😛

 2. B. Ewing sagði:

  Ég fékk villuboð (what-ya-may-call-it) eftir að niðurteljarinn fór úr 830 í 3, upp í 56, niður í 4, upp í 88, niður í 4, upp í 62, niður í 2 og þannig áfram í einhverjar 10 mínútur. Verð að reyna öðruvísi mynd segja þeir.

 3. Nornin sagði:

  Jámmsí… þetta gekk nú ekki heldur svo vel hjá mér.
  Fyrst reyndi ég í FF og ekkert gekk, svo í IE var þetta hægt 🙂

 4. Steinríkur sagði:

  Þetta virkaði nokkuð hratt í FF hjá mér, en útkoman var svarthærður vitleysingur sem ég vil ekkert kannast við að líkjast…

  Kannski önnur mynd sé málið

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>