Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Buffy

Þessa dagana ligg ég yfir Buffy The Vampire Slayer. Anna er forfallinn aðdáandi þessa þátta, og raunar öllu sem Joss Whedon hefur snert með svo mikið sem litlaputtanum. Ég var búinn að horfa á Firefly og hafði gaman af, en það dróst frekar lengi að ég yrði innvígður í þessa tilteknu snilld. Ég hafði heyrt afar vel af þessum þáttum látið alllengi, en merkilegt nokk standa þeir engu að síður framar vonum. Persónusköpunin og flétturnar eru með því allrabesta sem maður hefur nokkurn tímann séð.

Það er eiginlega ekki mikið meira um þetta að segja … nema ég er bara á þriðju seríu núna og á nóg eftir, en mér skilst að þetta verði bara betra og betra eftir því sem á líður. Ég mæli hiklaust með þessum þáttum – og þið sem eruð með fordóma og haldið að þeir séu bjánalegir: Ég fullyrði að svo er alls ekki.

“Buffy”

 1. Furða sagði:

  Spiiiiiiiiiiike… he can suck my blood anytime… *slef*

 2. Ósk sagði:

  Persónusköpun og fléttur eru kannski með besta móti, en skrambans væluskjóðan hún Buffy er einhver sú mest pirrandi manneskja sem nokkurntíman hefur fengið sína eigin þáttaröð.

  Flestir Buffy-buffs sem ég hef talað við segja að allt NEMA Buffy sé gott við þessa þætti.

 3. Anna sagði:

  Jahá, ég verð að segja að þetta hef ég aldrei heyrt í mínum vinahópi (sem samanstendur mikið til af Buffy buffum). Mér finnst hún bæði sæt og klár!

  Það sem Furða segir hef ég hins vegar heyrt alloft 😛

 4. steini sagði:

  já mér finnst buffy bara fín.
  ég hef ekkert út á hana að setja
  og ég hef aldrei heyrt þetta heldur.

  þessi þættir fara svo sannarlega under your skin.
  ég man hvað það var leiðinlegt þegar ég var búinn að horfa á allt.
  það var eins og ég hafði misst góðan vin.

 5. Þarfagreinir sagði:

  Furða: Hann er óneitanlega svalur, en þar sem ég er gagnkynhneigður finnst mér Willow flottust.

  Ósk: Buffy fer stundum að væla, en mér finnst það ekkert skrýtið miðað við það sem á hana er lagt! Það er annað hvort að væla eða enda eins og Faith! Ok, ég er augljóslega orðinn fan … 😛

  Anna: Gott að við erum sammála. ^^

  Steini: Gott að við erum líka sammála. ^^ Og sem betur fer er dálítið í það að ég klári þetta, og eftir það er auðvitað Angel eftir …

 6. Tigra sagði:

  Buffy er með ljótt nef.
  Sorry… get ekki að þessu gert.
  Annars alveg brill þættir sko.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>