Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Af skurðarmálum

Uss – nú hef ég ekkert skrifað hér heillengi. Best að bæta úr því.

Ég fór með Algrím í dag til að láta taka úr honum saumana. Þetta var dálítil þrautarganga. Þegar hann var fyrst saumaður fékk hann svona skerm um hausinn, svo hann væri ekki að narta í sauminn, en hann náði að hrista hann af sér og sleit sauminn allan upp. Þá þurfti að sauma aftur, og í það skiptið pössuðum við Anna að skermurinn væri hertur vel utan um hausinn á kattarskömminni. Honum tókst þó engu að síður með miklum liðleika að narta aðeins í sauminn, þannig að hluti sársins spratt upp, en það var víst lítið annað við því að gera en að sótthreinsa sárið reglulega og bíða.

Núna er hann sumsé saumalaus, en með smá skurð ennþá. Þetta ætti að lagast með tíð og tíma; sárið er alla vega miklu minna en það var í upphafi, og er það vel.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>