Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Aukakisi

Tveir kisar

Þegar ég kom heim í gærkvöldi sá ég kött í bakgarðinum, rétt fyrir framan bakdyrnar hjá mér. Hann sat bara og vældi hátt og ámátlega. Ég hugaði að honum og sá að hann var grindhoraður og þvældur. Hann var algjörlega ómerktur; meira að segja ekki með neitt innan í eyrunum. Ég ákvað því að taka hann með mér inn og hlúa að honum. Algrímur var ekkert sérstaklega sáttur við þessa boðflennu í fyrstu; hvæsti og urraði og starði.

Þessi köttur sýnist mér vera læða, og hún er ennþá ansi hvumpin og væskilsleg. Í morgun þegar ég fór út virtist þó aðeins vera að hlýna á milli þeirra Algríms – hann er meira smeykur við hana núna en árásargjarn, og vildi til dæmis hlaupa út í morgun. Því miður fyrir hann var hellidemba úti, þannig að skutlaði honum inn aftur. Þegar ég fór úr húsi í morgun var staðan eins og hún sést á meðfylgjandi mynd.

Ég veit ekki alveg hvað ég geri við þessa nýju kisu. Fyrsta skrefið er væntanlega að auglýsa fundinn á síðu Kattholts. Ef það ber ekki árangur er víst annað hvort að gefa hana eitthvað annað – eða þá bara halda henni. Það gæti verið gaman að hafa tvo ketti til að halda hvor öðrum félagsskap yfir daginn. Það er að segja ef þau ná að vingast …

“Aukakisi”

  1. Tigra sagði:

    Æi ræfillinn!
    Týnd og það í þessu veðri.
    Það hefur ekki verið skemmtilegt.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>