Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Bíóbjánar

Jæja … bíómiðinn kominn upp í 900 kall. Og auðvitað er það sama verð alls staðar, eins og venjulega. Ég held að það séu bara þrjár ‘blokkir’ sem reka kvikmyndahús hér á landi núorðið … og þær eru allar samtaka í verðlagningu. Sú verðlagning hækkar alltaf reglulega, en lækkar aldrei. Rökin sem eru gefin fyrir því eru misjöfn, ef þau eru þá gefin yfir höfuð. Þó eiga þau það oftast sameiginlegt að þau eru vafasöm.

Lúxussalirnir eru síðan saga út af fyrir sig – það kostar 1900 krónur í þá nú til dags, sem er meira en tvöfalt verð sem er smánarlega hátt fyrir. Það sem fæst fyrir þessar auka 1000 krónur eru þægilegri sæti, meira pláss, og ókeypis popp og kók sem þó þarf að bíða í venjulegri röð eftir. Popp og kók er síðan, eins og kunnugt er, hræódýrt. Er þetta eðlilegt?

Ég sé enga aðra leið til að mótmæla þessu kjaftæði en að fara ekki í bíó, sem er miður. Ég held líka að hækkun verðlags muni ekki hafa slæm áhrif á aðsóknina – ástæðan fyrir því að verðið er alltaf hækkað við og við hlýtur að vera sú að fólk lætur sig bara hafa það.

Það er frekar skítt að það skuli ekki vera nein raunveruleg samkeppni í þessum bransa? Hvað er þá til ráðs? Undirskrifasöfnun? Tekur nokkur mark á slíku?

“Bíóbjánar”

 1. Steini sagði:

  Bónus þyrfti að stofna bíó. Ég efast samt stórlega um að undirskrift mundi lækka verðið, en kannski mundi hafa jákvæð áhrif þannig að það liði lengri tími þar til þeir hækka upp í 1000 kr.

 2. Anna Panna sagði:

  Einmitt. Þegar dollarinn var kominn yfir 120 krónur fyrir nokkrum árum þá var allt hækkað af því að það var svo dýrt að kaupa myndirnar. Nú er dollarinn hins vegar í 69 krónum, nánast helmingi lægri og miðaverðið er ennþá að hækka. Og hvar er samkeppnisstofnun, er það eðlilegt að öll bíóhúsin hækki á sama tíma?!

 3. Siggi Sveinn sagði:

  Ég hélt þeir væru í bullandi samkeppni við Bittorrent og hvað þetta nú heitir allt saman. Þar þarf maður kannski að bíða eitthvað lengur í biðröð og gæðin eru kannski ekki alveg þau sömu (nema maður bíði eftir því að myndirnar komi í DVD-gæðum), en á móti kemur að þú ræður sjálfur hvort og hvenær hlé eru, þú getur fengið eins þægileg sæti og þig dreymir um, sýningar hefjast þegar þú ert tilbúinn og veitingar geturðu fengið á bónusverði.

 4. tryggvi sagði:

  Bittorrent is Mother, Bittorrent is Father.

 5. gummih sagði:

  Ég væri alveg til í að borga 900 kall til að kíkja í bíó við og við ef þar væri vandað til gæðanna, ég þoli ekki þessa skjávarpa sem eru notaðir fyrir textann á myndum sem verður til þess að það myndast ferhyrningur á tjaldinu sem er ljósari en restin af myndinni. Svo þoli ég heldur ekki þegar hávaði úr ónýtu loftræstikerfi truflar í gegnum alla myndina eða þegar tjaldið er áberandi skemmt. Eins þegar maður þarf að sitja undir 20 mínútum af auglýsingum áður en byrjað er að sýna myndina.
  Ég er farinn að stunda það æ meira að sleppa því að sjá myndir í bíó og bíða frekar eftir því að þær komi út á DVD og horfa á þær í varpa heima. DVD diskurinn er slatta ódýrari en bíóferð fyrir tvo og maður losnar við mest af bögginu við bíóferðir.

 6. Nornin sagði:

  Sammála öllu ofantöldu.
  Ég held að ég hafi farið 6x í bíó á síðasta ári og þar af var mér boðið 4x því ég tími ekki að fara annars!
  Þetta eru blóðpeningar.

 7. Þarfagreinir sagði:

  Já, ég gleymdi að minnast á auglýsingarnar, sem eru, eins og Gummih segir, venjulega í svona 20 mínútur … eftir auglýstan sýningartíma myndarinnar. Maður hefði nú haldið að það væri assgoti mikið á því að græða, ofan á miðaverðið og gríðarháa álagningu á seldum veitingum.

  Mig grunar að gróði þessara bíóhúsa sé mælanlegur í hundruðum þúsunda á hverjum degi. Ég held líka að ekkert hafi dregið úr aðsókninni þrátt fyrir hækkandi verð og möguleikann á því að ná í bíómyndir á netinu. Fólk vill alltaf fara í bíó … það er sérstakt félagslegt fyrirbæri, og ömurlegt og sorglegt að allir veitendur þess blóðmjólki neytendur þess svona stanslaust.

  P.S. Auðvitað er þetta sett fram með þeim fyrirvara að eftirspurnin ákvarðar verðið og blablabla … mér finnst bara helvíti skítt að svo sé komið að ég hef óbeit á að fara í kvikmyndahús bara af því að fullt af öðru fólki virðist vera svo mikið sama um hvað það borgar að bíóhúsin sjá hag í því að lækka verðið stöðugt.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>