Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Kveðjustund

Anna fór með ‘boðflennuna’ til dýralæknis í dag. Ég er augljóslega ekki svo glöggur, þar sem þetta reyndist vera fress, og með eyrnamerkingu í þokkabót. Hægt var að rekja heimili hans til húss við mína götu. Anna hafði samband við eigandann, sem var að vonum feginn að heyra að greyið hafi fundist – enda hafði hann verið týndur í um mánuð.

Það var gaman að hafa þennan gest í skamma stund, og líka gaman að hann hafi farið aftur til eigandans eftir þetta langa flakk.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>