Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Ólympíuleikar

Fyrstu þrjá daga þessarar viku voru haldnir svonefndir Ólympíuleikar á vinnustaðnum mínum. Þeir náðu hámarki í gær, þar sem keppt var í (að mínu mati) skemmtilegustu greinunum.

Má þar til að mynda nefna tvítafl, en í því keppa tveir á móti tveimur í hvert skipti – tvær skákir samhliða. Þeir sem eru saman í liði eru alltaf með hvor sinn litinn, og menn sem annar þeirra nær að drepa má hinn setja inn í taflið hjá sér og nota. Afskaplega skemmtileg og súrt afbrigði. Þetta unnum við svartir, og var ég annar þeirra sem keppti í þessari grein.

Einnig var keppt í svonefndu Pöbbakvissi, og þar keppti ég ásamt tveimur öðrum. Sú keppni skiptist í tvær umferðir; hefðbundna Pöbbakvissaumferð þar sem lesnar voru upp spurningar, og liðin skrifuðu svörin niður á blað. Mitt lið var efst eftir þá umferð, og þá tók við bjölluspurningakeppni, þar sem hlaupa átti að bjöllu til að ná svarréttinum. Sú umferð var tvísýn, þar til upp var borin spurning um Íslandsvin nokkurn sem kom hingað frá Spáni árið 1998, og sem naut að sögn töluverðrar kvenhylli. Ég er viss um að spurningin átti að verða lengri, en einhverra hluta vegna kveikti ég strax þarna, rauk til, og giskaði á Kio Briggs – og það reyndist rétt. Það var sérstaklega viðeigandi að þetta svar hafi tryggt okkur sigurinn, þar sem ég var í svarta liðinu. Að vinna á spurningu um svartan mann var því auðvitað afskaplega ljúft.

“Ólympíuleikar”

  1. Sjonni sagði:

    Hehe, gott að þið unnuð. Sérstaklega gaman að vinna á svona ,,fatt“-spurningu…

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>