Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Jólagjafir

Jæja, ætli ég þurfi ekki að fara að huga að því að kaupa jólagjafir bráðum?

Í fyrra var mjög einfalt að kaupa gjafir – ég fór í vinnuferð til Skotlands rétt fyrir jólin með viðkomu í London á leiðinni til baka, þar sem ég hafði nægan tíma til að spreða aurum á Oxford Street. Ég keypti einfaldlega hrúgur af DVD-myndum og bókum sem ég deildi á fólk. Ég sé ekki fram á að það muni endurtaka sig þetta árið, þannig að þetta verður hugsanlega vandasamara núna. Minna úrval og hærra verð …

Ekki bætir úr skák að ég á alveg nógu erfitt með að velja hluti handa sjálfum mér; hvað þá handa öðrum.
Til að einfalda mér lífið hef ég ákveðið að bjóða lesendum mínum einstakt tækifæri: Þið getið gefið mér hugmyndir að því hvað ég á að gefa ykkur, sem ég tek síðan til umhugsunar. Auðvitað set ég fyrirvara á verð og fýsileika þess að útvega vöruna í tæka tíð.

Skrifið nú eins og vindurinn!

P.S. Sjálfur hef ég engar sérstakar óskir um gjafir, en áðurnefndan varning (DVD-myndir og bækur) þigg ég venjulega með miklum þökkum.

“Jólagjafir”

 1. Nornin sagði:

  Ég er sjálf skítblönk þannig að jólagjafir eru víst ekki inn í myndinni þetta árið :-/
  Og ég sem var búin að hugsa upp svo flotta gjöf handa þér *grætur fögrum tárum*
  Þú færð því þessa gjöf frá mér þegar ég verð orðin efnaðri í sumar 🙂

 2. Sigurgeir sagði:

  Það væri gaman ef þú gæfir mér ferð til sólarlanda í jólagjöf og svo væri flott að fá slatta af gjaldeyri í afmælisgjöf.

 3. Steini sagði:

  Koddakökur eru fínar, með sýrópi náttla. Annars eru hvítir ljónsungar alltaf vinsælir, og svo einnig einræktaðar risaeðlur. Geimskutlur eru úti, sökum nýjustu kenningu Einsteins, það þykir ekkert lekkert að vera yngri en tvíburi manns nú á dögum. Sólskín í dós, sál djöfulsins og fyrsta orðið tekið upp á segulbandspólu kæmi sér einnig mjög vel.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>