Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Dúndurfréttir

Ég fór á tónleika með betri helmingnum í gær. Þar flutti hljómsveitin Dúndurfréttir nokkur lög Pink Floyd í um það bil tvo klukkutíma. Þetta voru fantagóðir tónleikar; spilagleði þeirra félaga er gríðarleg, og ekki er tæknileg færni þeirra síðri. Þeir hafa stundað þetta lengi og hafa augljóslega slípað settið sitt í klessu. Gaman var að heyra ýmis lög sem ég sem viðvaningur í Pink Floyd fræðum vissi ekki einu sinni að voru til. Þar ber helst að nefna hið epíska dogs af plötunni Animals, sem var 17 mínútur og þrjár sekúndur í flutningi, eins og Pétur Örn Guðmundsson hljómborðsleikari og söngfugl mældi það. Svei mér þá ef maður fer ekki loksins að kafa almennilega í þessa sveit. Pink Floyd meina ég þá.

“Dúndurfréttir”

  1. Anna Panna sagði:

    Það líst mér alveg endalaust mikið vel á!
    Dúndurfréttir taka samt eiginlega bara lög af The Wall, Wish you were here og Dark Side of the Moon sem eru náttúrulega þekktustu lögin þeirra en það er mikið eftir ef þú ætlar að fara í kaf. Og alveg þess virði 😉

  2. Pétur Örn sagði:

    Takk fyrir okkur

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>