Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Klór

Algrímur er óvenjugjarn á að klóra þessa dagana. Auðvitað er þetta allt bara leikur fyrir honum, en ég hef nokkrum sinnum æpt upp yfir mig þegar ég hef verið að leika við hann og hann hefur farið ómjúkum loppum um hendina á mér. Ég æpti þó ekki þegar hann danglaði í nefið á mér fyrr í dag, en það blæddi alveg merkilega mikið út frá því. Uss.

“Klór”

  1. Furða sagði:

    Haha, ég lá uppi í rúmi um daginn með sængina yfir hálfu andlitinu, og Katla sat við hliðina á mér. Svo tók hún sig til og lyfti loppunni mjög rólega og sló mig á nefið. 😛 Kettir eru undarlegir.

  2. Þarfagreinir sagði:

    Skemmtilegt nokk var ég einmitt í rúminu þegar ég fékk klór á nefið. Ég var að halla mér yfir röndina á rúminu til að skamma Algrím þar sem hann var að róta í ruslatunnunni. Hann bara gat víst ekki annað en teygt sig upp og slæmt loppu í nefið á mér.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>