Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Gummi

Í gær fékk ég veður af því hjá Galdrameistaranum að liðinn Kompásþáttur hafi verið allsvaðalegur; þar væri fjallað um mjög alvarlegar ásakanir á hendur Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins. Ég leitaði því þáttinn uppi á alnetinu og horfði á þann hluta hans sem lýtur að þessu máli. Þetta var ansi truflandi allt saman, sérstaklega myndsímamyndskeiðið þar sem maðurinn er að perrast, einhverra hluta vegna hálfpartinn á sænsku. Það er nokkuð sem mun seint líða mér úr minni, því miður. Mér þótti skrýtið að hann hafi ekki verið spurður út í myndskeiðið í viðtali, enda er það sterkasta sönnunargagnið. Kannski var hann ‘yfirheyrður’ áður en það barst …

Ég skil annars vel það sjónarmið að umfjöllunin hafi verið einhliða. Það er ekki margt jákvætt sem stendur eftir að áhorfi á þáttinn loknu, nema þá helst það, sem tekið er fram í þættinum, að Guðmundur hefur náð miklum og góðum árangri í að bjarga langt leiddum fíklum upp úr ræsinu. Það má hann eiga, og líka það að hann er auðvitað saklaus uns sekt er sönnuð. Ég vil fá að sjá rannsókn á fjármálum Byrgisins í kjölfar þessa, enda er það alvarlegt mál ef upp kemur grunur um að verið sé að misnota fé sem á að fara í meðferðarúrræði. Í besta falli mun slík rannsókn hreinsa Guðmund alla vega af gruni um misferli þar.

Ég vil nefna eitt í lokin, þó ég kunni að hljóma hér eins og argasti rógberi sem grípur tækifærið til að sparka í liggjandi mann. Ég nefni þetta aðallega af því að mér þykir það skondið, og umfjöllunin um manninn minnti mig á það. Málið er sum sé að ég hef séð Guðmund koma fram á hini stórmerkilegu sjónvarpsstöð Omega, sem ég horfi við og við á mér til skemmtunar. Margt af því sem hann hefur sagt það hefur verið ákaflega skrautlegt, svo ekki sé minna sagt. Það sem helst stendur upp úr er prédikun þar sem hann fullyrti að Kína væri Gog eða Magog (ég man ekki hvort), og að sú þjóð ætti eftir að ‘fara upp með Efratfljóti’ og ráðast á Ísrael. Eftir því sem mig minnir þá gaf hann engan rökstuðning fyrir þessari fullyrðingu aðra en þá að ‘Kína dýrkar drekann – þar er dreki í öllu’. Drekinn er þá auðvitað Dýrið. Að ýmsum krassandi prédikunum sem ég hef séð á þessar stöð, þá er þessi sú allra svaðalegasta.

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum.

“Gummi”

 1. Gvendur Skrítni sagði:

  Aha, ég skil – merki dýrsins er þá væntanlega „made in China“
  (annars eru dýrin í opinberunarbókinni líklegast rómverskir keisarar og merki dýrsins rómverskir peningar með mynd keisaranna á)

 2. Bjartmar sagði:

  EKKI STANNA!

 3. Ragnar sagði:

  Lille ven.

 4. Þarfagreinir sagði:

  Jag kommer nu!

 5. Siggi Sveinn sagði:

  Var þetta ekki norska sem hann var að babla?

 6. Þarfagreinir sagði:

  Ég var í fyrstu ekki alveg viss á því. Það sem gerði útslagið var að ég prófaði að googla „stanna site:.no“ og „stanna site:.se“ … ég fékk miklu fleiri niðustöður í síðari letinni.

 7. Hexia sagði:

  Stanna þýðir á sænsku „stansa“. Man virkilega enginn eftir strætóunum með „Stannar“ merkinu sem logaði þegar einhver ýtti á bjölluna?

 8. Þarfagreinir sagði:

  Já, ég hélt að „stanna“ væri frekar sænska en norska, en ég er auðvitað svo háður Google að ég varð að fá úr þessu skorið þannig.

  En úr því við erum að ræða Google … ég var að prófa að googla „Ekki stanna“. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar …

 9. Sívertsen sagði:

  [syngur] OOH AAH Lille ven, ding dong stanna manna ping pong…

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>